Trump: Árásin móðgun við mannkynið 5. apríl 2017 22:26 Donald Trump segir viðhorf sín gagnvart Sýrlandsforseta gjörbreytt. vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu. Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu.
Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00