Hafa fundið ummerki um súrefni á plánetu sem er á stærð við Jörðina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2017 23:30 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Stjörnufræðingar hafa fundið vísbendingar um að súrefni sé að finna í lofthjúpi plánetu á stærð við Jörð en andrúmsloftið er afar rakt vegna þess að afar heitt er á plánetunni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um áhugaverða uppgötvun sé að ræða, þar sem þetta færir vísindamenn skrefi nær því að finna líf annars staðar í vetrarbrautinni. Plánetan, sem ber nafnið GJ 1132b, er á sporbaug um rauðan dverg og er yfirborð plánetunnar hrjóstugt. Hún fannst fyrst árið 2015 en ekki var talið víst, fyrr en nú, að súrefni væri að finna á plánetunni. Vísbendingar benda til þess að lofthjúpur plánetunnar sé afar rakur, en hitastig á yfirborði plánetunnar er nálægt 250 gráðum á celsíus. Plánetan er rúmlega 16 prósentum stærri en Jörðin og er á sporbaug of nærri stjörnu sinni til þess að geta talist lífvænleg. Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að umrædd uppgötvun sé afar áhugaverð og mikilvægur hlekkur í því að finna vísbendingar um líf annars staðar í veröldinni. „Lykillinn að því að leita að lífi annars staðar á vetrarbrautinni er einmitt að rannsaka lofthjúpana, því þar geta leynst fingraför lífsins, líkt og umrædd vatnsgufa.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn mæla lofthjúp, en þetta er í fyrsta skipti sem menn mæla lofthjúp plánetu á stærð við jörðina.“ Sævar segir að uppgötvanir líkt og þessar verði æ algengari enda sé um að ræða heitasta viðfangsefni stjarnvísindanna í dag. Að sama skapi sé auðveldara fyrir nútímatækni að finna viðkomandi stjörnur, sem séu minni. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið vísbendingar um að súrefni sé að finna í lofthjúpi plánetu á stærð við Jörð en andrúmsloftið er afar rakt vegna þess að afar heitt er á plánetunni. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að um áhugaverða uppgötvun sé að ræða, þar sem þetta færir vísindamenn skrefi nær því að finna líf annars staðar í vetrarbrautinni. Plánetan, sem ber nafnið GJ 1132b, er á sporbaug um rauðan dverg og er yfirborð plánetunnar hrjóstugt. Hún fannst fyrst árið 2015 en ekki var talið víst, fyrr en nú, að súrefni væri að finna á plánetunni. Vísbendingar benda til þess að lofthjúpur plánetunnar sé afar rakur, en hitastig á yfirborði plánetunnar er nálægt 250 gráðum á celsíus. Plánetan er rúmlega 16 prósentum stærri en Jörðin og er á sporbaug of nærri stjörnu sinni til þess að geta talist lífvænleg. Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að umrædd uppgötvun sé afar áhugaverð og mikilvægur hlekkur í því að finna vísbendingar um líf annars staðar í veröldinni. „Lykillinn að því að leita að lífi annars staðar á vetrarbrautinni er einmitt að rannsaka lofthjúpana, því þar geta leynst fingraför lífsins, líkt og umrædd vatnsgufa.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem menn mæla lofthjúp, en þetta er í fyrsta skipti sem menn mæla lofthjúp plánetu á stærð við jörðina.“ Sævar segir að uppgötvanir líkt og þessar verði æ algengari enda sé um að ræða heitasta viðfangsefni stjarnvísindanna í dag. Að sama skapi sé auðveldara fyrir nútímatækni að finna viðkomandi stjörnur, sem séu minni.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira