Næsta stig endurreisnar Sigurður Hannesson skrifar 30. mars 2017 07:00 Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar