Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. mars 2017 12:15 Aðgerðaáætlun í leikskólamálum var samþykkt í borgarráði í morgun vísir/eyþór Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun aðgerðir til að bæta þjónustu við foreldra með ung börn. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og verður áætlunin fjármögnuð með breyttri ráðstöfun fjárheimilda. Frá og með næsta hausti verða settar á fót ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og tryggir öryggi barna á öðru og þriðja aldursári. Hægt verður að innrita börn fædd á árinu 2016 (á tímabilinu janúar-apríl) á ungbarnadeildir auk forgangsbarna frá 12 mánaða aldri. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í fyrsta áfanga verða settar á fót sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg, Holt (Breiðholti), Sunnuás (Laugardal) og Blásali (Árbæjarhverfi) og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Í Miðborg er gert ráð fyrir tveimur ungbarnadeildum fyrir um 25 börn, í Holti er gert ráð fyrir 15 barna deild, í Sunnuási verða tvær ungbarnadeildir fyrir 24 börn og í Blásölum tvær deildir fyrir allt að 25 börn. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Heildarkostnaður vegna búnaðar og endurbóta á lóðum og húsnæði fyrir þessar sjö ungbarnadeildir er áætlaður um 22,5 milljónir á árinu 2017 en en einnig er stefnt að því að reisa nýjan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi sem mun starfa með leikskólanum Hofi. Skoða hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum deildum Á næstu mánuðum verður tekið saman yfirlit um hvernig fjölga megi plássum fyrir ung börn á almennum leikskóladeildum borgarinnar frá og með haustinu og jafnframt verður plássum fyrir ung börn fjölgað í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um allt að 200, í samræmi við umsóknir þar um. Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa á árinu 2017 er kr. 93,5 milljónir Síðasti liðurinn í aðgerðaráætlun þessa árs felur í sér að niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum verða hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Þá verður settur á fót starfshópur með þátttöku félaga dagforeldra sem mun móta tillögur um leiðir til að auka gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Þá stendur til að auglýsa eftir nýjum dagforeldrum til að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu þeirra. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er um 47,3 milljónir Heildarkostnaðar vegna fyrrnefndra aðgerða nemur alls 163,4 milljónir á þessu ári. Nú er að störfum starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara sem skila mun tillögum sínum um mitt ár. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira