Anton: Það væri risastórt að komast í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:30 Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita