Starfsmenn Kviku banka fá samtals um 550 milljónir króna í arð Hörður Ægisson skrifar 22. mars 2017 08:30 Hagnaður Kviku 2016 nam um 1.930 milljónum. VÍSIR/GVA Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Hópur starfsmanna Kviku fjárfestingabanka fær samtals um 550 milljónir í arð vegna góðrar afkomu á síðasta ári en hagnaður bankans nam þá um 1.930 milljónum króna eftir skatt. Þetta var samþykkt á aðalfundi Kviku þann 15. mars, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, þegar ákveðið var að greiða arð til hluthafa í B-flokki í samræmi við samþykktir félagsins. Þær kveða á um að eigendur B-hluta í bankanum eigi rétt til arðs er nemur 35 prósentum árlegs hagnaðar fyrir tekjuskatt, að því marki sem hagnaður er umfram 6 prósent arðsemi eiginfjár. Bankinn skilaði sem fyrr segir afar góðri afkomu í fyrra og var arðsemi eigin fjár 34,7 prósent. Eigendur B-hluta eru ýmsir starfsmenn Kviku en ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um fjölda þeirra eða hversu stóran hlut hver þeirra á í bankanum. Eigið fé Kviku var um 7.350 milljónir í árslok 2016 og jókst um meira en 1.150 milljónir á milli ára þrátt fyrir lækkun hlutafjár upp á þúsund milljónir á fyrri árshelmingi sem voru greiddar út til hluthafa. Stærstu eigendur Kviku í dag eru VÍS og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Eiginfjárhlutfall bankans er 20,6 prósent sem er vel umfram kröfur eftirlitsaðila. Á aðalfundi bankans síðastliðinn miðvikudag, eins og upplýst var um í Markaðnum áður en fundurinn fór fram, tóku tveir nýir stjórnarmenn sæti í stjórn bankans. Þeir eru Guðmundur Örn Þórðarson, fjárfestir og hluthafi í tryggingafélaginu VÍS, og Hrönn Sveinsdóttir, fjármálastjóri Vodafone. Þau Anna Skúladóttir, móðir Skúla Mogensen, sem seldi allan hlut sinn í Kviku fyrir skemmstu, og Finnur Reyr Stefánsson, fjárfestir og fyrrverandi varaformaður stjórnar Kviku, létu hins vegar af störfum. Fréttin birtisti fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira