Handbolti

Kvennalið Fjölnis fær nýjan þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór snýr aftur í Grafarvoginn.
Arnór snýr aftur í Grafarvoginn. mynd/fjölnir
Arnór Ásgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri/starfsmaður handknattleiksdeildar Fjölnis og þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Arnór er uppalinn Fjölnismaður en hann hefur bæði leikið og þjálfað hjá félaginu. Hann hefur þjálfað alla aldursflokka kvenna auk yngstu flokka drengja.

Að loknu námi í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík lá leið Arnórs í framhaldsnám í Noregs. Eftir tveggja ára framhaldsnám í Sport Management (íþróttastjórnun) í Molde, þar sem hann meðal annars var aðstoðarþjálfari Einars Jónssonar hjá kvennaliði félagsins í 1. deild, aðalþjálfari karlaliðsins í 2. deild og þjálfari U-16 drengjaliðs, fékk hann stöðu íþróttastjóra hjá Fjellhammer.

Því starfi hefur Arnór sinnt síðastliðið ár ásamt því að þjálfa U-16 kvenna lið félagsins.

Fjölnir situr í 2. sæti 1. deildar kvenna með 27 stig, tveimur stigum á eftir toppliði KA/Þórs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×