Ferðaþjónustubóndi í Flóanum krefst þess að kjötmjölsverksmiðju verði lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2017 21:36 Ferðaþjónustubóndi í Flóanum hefur fengið sig fullsaddan af óþrifnaði og mengun frá kjötmjölsverksmiðju í sveitinni og krefst þess að henni verði lokað strax. Formaður stjórnar verksmiðjunnar harmar málið og segir unni að því að lagfæra hlutina. Kjötmjölsverksmiðjan er staðsett rétt við Suðurlandsveg í Flóahreppi, rekin af Sorpstöð Suðurlands og sláturleyfishöfum á Suðurlandi. Í henni fer fram endurvinnsla á sláturúrgangi, um fimm þúsund tonn á ári. Bærinn Lambastaðir er nálægt verksmiðjunni en þar er rekin ferðaþjónusta. Ábúendurnir hafa barist lengi gegn verksmiðjunni vegna mengunar og sóðaskaps en en ekki haft erindi sem erfiði.Ekki verið gripið til aðgerðaAlmar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi, hefur í gegnum árin tekið fjölmargar ljósmyndir og vídeómyndbönd í kringum verksmiðjuna. Hann segir að öllum virðist standa á sama um þann óþrifnað og mengun sem frá verksmiðjunni stafar. Margoft hafi hann rætt við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sveitarstjórn Flóahrepps og Umhverfisstofnun, en ekkert gerist. Hann telur að verkefnið sé þess eðlis að Heilbrigðiseftirlit ráði ekki við það. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að loka þessu apparati,“ bætir Almar við. Harmar umgengnina og lofar bót og betrunOrkugerðin ehf. rekur verksmiðjuna en þar er Guðmundur Tryggvi Ólafsson formaður stjórnar. Hann harmar umgengnina í kringum stöðina, segir hann ekki eiga að vera svona, hlutirnir eigi einfaldlega að vera í lagi. Nú þegar hafi verið brugðist við frárennslismálunum og þá verður gufuketill verksmiðjunnar lagaður í næstu viku þannig að svarti reykurinn hverfi. Guðmundur segir verksmiðjuna gegn mikilvægu hlutverki á sviði umhverfismála, annars yrði sláturúrganginum urðað og því ekki hægt að nota afurðina sem áburð við uppgræðslu. Þá segist hann leggja mikla áherslu á að verksmiðjan sé rekin í sátt við heimamenn og nærumhverfið. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Ferðaþjónustubóndi í Flóanum hefur fengið sig fullsaddan af óþrifnaði og mengun frá kjötmjölsverksmiðju í sveitinni og krefst þess að henni verði lokað strax. Formaður stjórnar verksmiðjunnar harmar málið og segir unni að því að lagfæra hlutina. Kjötmjölsverksmiðjan er staðsett rétt við Suðurlandsveg í Flóahreppi, rekin af Sorpstöð Suðurlands og sláturleyfishöfum á Suðurlandi. Í henni fer fram endurvinnsla á sláturúrgangi, um fimm þúsund tonn á ári. Bærinn Lambastaðir er nálægt verksmiðjunni en þar er rekin ferðaþjónusta. Ábúendurnir hafa barist lengi gegn verksmiðjunni vegna mengunar og sóðaskaps en en ekki haft erindi sem erfiði.Ekki verið gripið til aðgerðaAlmar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi, hefur í gegnum árin tekið fjölmargar ljósmyndir og vídeómyndbönd í kringum verksmiðjuna. Hann segir að öllum virðist standa á sama um þann óþrifnað og mengun sem frá verksmiðjunni stafar. Margoft hafi hann rætt við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, sveitarstjórn Flóahrepps og Umhverfisstofnun, en ekkert gerist. Hann telur að verkefnið sé þess eðlis að Heilbrigðiseftirlit ráði ekki við það. „Ég held að það sé ekkert annað í stöðunni en að loka þessu apparati,“ bætir Almar við. Harmar umgengnina og lofar bót og betrunOrkugerðin ehf. rekur verksmiðjuna en þar er Guðmundur Tryggvi Ólafsson formaður stjórnar. Hann harmar umgengnina í kringum stöðina, segir hann ekki eiga að vera svona, hlutirnir eigi einfaldlega að vera í lagi. Nú þegar hafi verið brugðist við frárennslismálunum og þá verður gufuketill verksmiðjunnar lagaður í næstu viku þannig að svarti reykurinn hverfi. Guðmundur segir verksmiðjuna gegn mikilvægu hlutverki á sviði umhverfismála, annars yrði sláturúrganginum urðað og því ekki hægt að nota afurðina sem áburð við uppgræðslu. Þá segist hann leggja mikla áherslu á að verksmiðjan sé rekin í sátt við heimamenn og nærumhverfið.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira