Höfundurinn vill láta fjarlægja Gæsahúðarbækur sínar úr bókabúðum Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2017 12:24 Helgi Jónsson hefur sent erindi til bókabúða þar sem hann fer þess á leit að bækur hans verði teknar úr hillum. Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindur hefur sent bókabúðum erindi þar sem hann fer þess á leit að bækur hans, Gæsahúðarbækurnar, verði fjarlægðar úr hillum og teknar úr sölu. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af Helga. Ekki liggur því fyrir á hvaða forsendum þessi tilmæli eru sett fram.Eins og fram hefur komið hefur verið sett fram sú krafa á samfélagsmiðlum og í beinum áskorunum til bókabúða að þessar bækur verði teknar úr sölu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að fara verði verulega varlega í að láta undan kröfum sem eru í ætt við ritskoðun og gera verði skýran greinarmun á umfjöllunarefni höfunda og svo því að verið væri að tala fyrir tilteknum fyrirbærum: bókstafstúlkun. Gæsahúðarbækurnar eru ætlaðar börnum og unglingum en í síðustu viku spratt fram umræða um að í þeim mætti finna textabrot sem ættu vart erindi við þann hóp, svo sem lýsingar á nauðgunum. Er meðal annars um að ræða bókina Gæsahúð ætluð eldri – Villi vampíra. Sú bók kom út fyrir tíu árum og virðist tilviljun hafa ráðið því að bókin er nú svo umdeild. Vísir greindi jafnframt frá því að Bæjarbókasafn Ölfuss hafi þegar tekið bókina úr hillum og ætli að afskrá bókina. Ekki náðist í bókasafnið nú í morgun en forstöðumaður Borgarbókasafnsins er Pálína Magnúsdóttir.Bókaverðirnir stjórna því sem er í hillumHún segir það undir bókavörðum sjálfum komið hvað er í hillum safnanna. „Við ráðum þannig séð hvað við kaupum inn og hvað ekki. Og fylgjum ákveðnum siðareglum í þeim efnum. Við kaupum nánast allt sem kemur út á íslandi og erum ekki með nein sérstök ritskoðunargleraugu á nefinu.“Pálinu er illa við allt sem heitir ritskoðun, telur betra að fólk geti nálgast bækurnar og myndað sér sína eigin skoðun.Dagur GunnarssonPálína bendir á að Gæsahúðarbækur hafi verið býsna lengi í umferð og hvað sem mönnum finnst um gæði bóka, að þau séu upp og ofan eigi það við um margar bækur aðrar. Hún segir þetta tiltekna mál nú til umræðu innan veggja bókasafnsins en þeim þar sé almennt afar illa við allt sem heitir ritskoðun. „Og ef fyrirskipanir um slíkt koma erlendis frá þá setjum við hælana niður. Okkur er illa við slíkar fyrirskipanir. Þumalputtareglan er sú að fólk ætti að geta nálgast bækur til að geta myndað sér sína eigin skoðun,“ segir Pálína sem fylgir þeirri stefnu að fara varlega í alla ritskoðun og ekki standi til að taka bækurnar úr hillu.Umræða um óviðeigandi barnabækur sígild Hún segir málin vissulega flóknari þegar um er að ræða lesefni fyrir börn en almennt verði að treysta því að foreldrar passi uppá hvað börnin lesa. Og gera verði greinarmun á umfjöllunarefni í skáldskap og svo hins bókstaflega; að verið sé að boða eitthvað. Pálína segir að umræðan um meintar skaðlegar barnabækur sé sígild og nefnir sem dæmi það þegar allt varð vitlaust vegna bókarinnar Uppreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir þýddi og las upp í útvarpinu. Án þess að hún sé að leggja þessar bækur að jöfnu. Þegar leitað er í skráningarkerfi bókasafnanna eftir: Gæsahúð, Helgi Jónsson, ritröð; koma upp 27 niðurstöður þannig að bækurnar eru ófáar og þær hafa verið vinsælar meðal barna og unglinga nú í um 20 ár. Fyrsta bókin kom út 1997.Aukinn áhugi á GæsahúðarbókunumForstöðumaður Borgarbókasafnsins segir þau þar vissulega hafa greint aukinn áhuga á bókunum undanfarna daga. „Það er meira spurt. Þetta er forvitni og krakkar eru forvitnir líka,“ segir Pálína. Ef fólk vill ekki að bækurnar séu lesnar sé líkast til best að tala ekki um þær.En, ef höfundur sjálfur fer þess á leit? „Höfundar hafa leyfi til að taka bækur úr hillum bókasafna hvenær sem er. Það er þeirra réttur. Lögn eru þannig að ríkið greiðir þeim fyrir útlánin, og stundum koma hótanir frá höfundum um að bækur þeirra verði teknar úr hillum,“ segir Pálína en það tengist þá helst kjarabaráttu, að lítið fáist fyrir það greitt. „Og ef ég skil þetta rétt hefur höfundur fulla heimild til þess. Ég hugsa að ef Helgi óskaði eftir því að bækur hans yrðu teknar niður þykir mér líklegt að ég yrði við því.“ Tengdar fréttir Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Helgi Jónsson hjá bókaútgáfunni Tindur hefur sent bókabúðum erindi þar sem hann fer þess á leit að bækur hans, Gæsahúðarbækurnar, verði fjarlægðar úr hillum og teknar úr sölu. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að ná tali af Helga. Ekki liggur því fyrir á hvaða forsendum þessi tilmæli eru sett fram.Eins og fram hefur komið hefur verið sett fram sú krafa á samfélagsmiðlum og í beinum áskorunum til bókabúða að þessar bækur verði teknar úr sölu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að fara verði verulega varlega í að láta undan kröfum sem eru í ætt við ritskoðun og gera verði skýran greinarmun á umfjöllunarefni höfunda og svo því að verið væri að tala fyrir tilteknum fyrirbærum: bókstafstúlkun. Gæsahúðarbækurnar eru ætlaðar börnum og unglingum en í síðustu viku spratt fram umræða um að í þeim mætti finna textabrot sem ættu vart erindi við þann hóp, svo sem lýsingar á nauðgunum. Er meðal annars um að ræða bókina Gæsahúð ætluð eldri – Villi vampíra. Sú bók kom út fyrir tíu árum og virðist tilviljun hafa ráðið því að bókin er nú svo umdeild. Vísir greindi jafnframt frá því að Bæjarbókasafn Ölfuss hafi þegar tekið bókina úr hillum og ætli að afskrá bókina. Ekki náðist í bókasafnið nú í morgun en forstöðumaður Borgarbókasafnsins er Pálína Magnúsdóttir.Bókaverðirnir stjórna því sem er í hillumHún segir það undir bókavörðum sjálfum komið hvað er í hillum safnanna. „Við ráðum þannig séð hvað við kaupum inn og hvað ekki. Og fylgjum ákveðnum siðareglum í þeim efnum. Við kaupum nánast allt sem kemur út á íslandi og erum ekki með nein sérstök ritskoðunargleraugu á nefinu.“Pálinu er illa við allt sem heitir ritskoðun, telur betra að fólk geti nálgast bækurnar og myndað sér sína eigin skoðun.Dagur GunnarssonPálína bendir á að Gæsahúðarbækur hafi verið býsna lengi í umferð og hvað sem mönnum finnst um gæði bóka, að þau séu upp og ofan eigi það við um margar bækur aðrar. Hún segir þetta tiltekna mál nú til umræðu innan veggja bókasafnsins en þeim þar sé almennt afar illa við allt sem heitir ritskoðun. „Og ef fyrirskipanir um slíkt koma erlendis frá þá setjum við hælana niður. Okkur er illa við slíkar fyrirskipanir. Þumalputtareglan er sú að fólk ætti að geta nálgast bækur til að geta myndað sér sína eigin skoðun,“ segir Pálína sem fylgir þeirri stefnu að fara varlega í alla ritskoðun og ekki standi til að taka bækurnar úr hillu.Umræða um óviðeigandi barnabækur sígild Hún segir málin vissulega flóknari þegar um er að ræða lesefni fyrir börn en almennt verði að treysta því að foreldrar passi uppá hvað börnin lesa. Og gera verði greinarmun á umfjöllunarefni í skáldskap og svo hins bókstaflega; að verið sé að boða eitthvað. Pálína segir að umræðan um meintar skaðlegar barnabækur sé sígild og nefnir sem dæmi það þegar allt varð vitlaust vegna bókarinnar Uppreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir þýddi og las upp í útvarpinu. Án þess að hún sé að leggja þessar bækur að jöfnu. Þegar leitað er í skráningarkerfi bókasafnanna eftir: Gæsahúð, Helgi Jónsson, ritröð; koma upp 27 niðurstöður þannig að bækurnar eru ófáar og þær hafa verið vinsælar meðal barna og unglinga nú í um 20 ár. Fyrsta bókin kom út 1997.Aukinn áhugi á GæsahúðarbókunumForstöðumaður Borgarbókasafnsins segir þau þar vissulega hafa greint aukinn áhuga á bókunum undanfarna daga. „Það er meira spurt. Þetta er forvitni og krakkar eru forvitnir líka,“ segir Pálína. Ef fólk vill ekki að bækurnar séu lesnar sé líkast til best að tala ekki um þær.En, ef höfundur sjálfur fer þess á leit? „Höfundar hafa leyfi til að taka bækur úr hillum bókasafna hvenær sem er. Það er þeirra réttur. Lögn eru þannig að ríkið greiðir þeim fyrir útlánin, og stundum koma hótanir frá höfundum um að bækur þeirra verði teknar úr hillum,“ segir Pálína en það tengist þá helst kjarabaráttu, að lítið fáist fyrir það greitt. „Og ef ég skil þetta rétt hefur höfundur fulla heimild til þess. Ég hugsa að ef Helgi óskaði eftir því að bækur hans yrðu teknar niður þykir mér líklegt að ég yrði við því.“
Tengdar fréttir Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þess krafist að Gæsahúðarbækurnar verði fjarlægðar úr bókabúðum Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu segir að stíga verði varlega til jarðar. 24. mars 2017 14:37
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent