Höfum ekki breytt neinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 06:30 Eftir brösótt gengi fyrir áramót hafa Íslandsmeistarar Gróttu sýnt tennurnar á undanförnum vikum. Gróttukonur hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru í 5. sæti Olís-deildar kvenna með 17 stig, jafn mörg og ÍBV sem situr í 4. sætinu. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er erfitt að segja en ætli það hafi ekki verið sterk vörn og hraðaupphlaupin sem við fengum,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, aðspurð hvað hafi skilað sigrinum á Haukum á laugardaginn var. Þrátt fyrir að Gróttu hafi gengið mun betur eftir áramót en fyrir á Laufey Ásta erfitt með að setja fingurinn á hvað hafi breyst til batnaðar hjá liðinu. „Ég hef ekki hugmynd. Við gerum ekkert öðruvísi og höfum þannig séð ekki breytt neinu. Það er ekkert eitt,“ sagði Laufey Ásta sem hrósaði markverðinum unga, Selmu Þóru Jóhannsdóttur, sem hefur spilað vel í undanförnum leikjum. „Selma hefur staðið sig rosalega vel og nær saman við vörnina. Það er alveg magnað hversu vel hún hefur komið sér inn í þetta,“ sagði Laufey um markvörðinn efnilega. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni en í þeim mætir Grótta m.a. botnliðunum tveimur, Selfossi og Fylki. Laufey Ásta segir að það sé ekkert endilega gott fyrir Gróttu. „Við höfum bæði tapað og gert jafntefli við Fylki og duttum út úr bikarnum fyrir Selfossi. Mér finnst stigafjöldi þeirra ekki segja alla söguna,“ sagði Laufey Ásta að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Eftir brösótt gengi fyrir áramót hafa Íslandsmeistarar Gróttu sýnt tennurnar á undanförnum vikum. Gróttukonur hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og eru í 5. sæti Olís-deildar kvenna með 17 stig, jafn mörg og ÍBV sem situr í 4. sætinu. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er erfitt að segja en ætli það hafi ekki verið sterk vörn og hraðaupphlaupin sem við fengum,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, aðspurð hvað hafi skilað sigrinum á Haukum á laugardaginn var. Þrátt fyrir að Gróttu hafi gengið mun betur eftir áramót en fyrir á Laufey Ásta erfitt með að setja fingurinn á hvað hafi breyst til batnaðar hjá liðinu. „Ég hef ekki hugmynd. Við gerum ekkert öðruvísi og höfum þannig séð ekki breytt neinu. Það er ekkert eitt,“ sagði Laufey Ásta sem hrósaði markverðinum unga, Selmu Þóru Jóhannsdóttur, sem hefur spilað vel í undanförnum leikjum. „Selma hefur staðið sig rosalega vel og nær saman við vörnina. Það er alveg magnað hversu vel hún hefur komið sér inn í þetta,“ sagði Laufey um markvörðinn efnilega. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni en í þeim mætir Grótta m.a. botnliðunum tveimur, Selfossi og Fylki. Laufey Ásta segir að það sé ekkert endilega gott fyrir Gróttu. „Við höfum bæði tapað og gert jafntefli við Fylki og duttum út úr bikarnum fyrir Selfossi. Mér finnst stigafjöldi þeirra ekki segja alla söguna,“ sagði Laufey Ásta að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti