Kjósum Ólafíu! Þórhallur Valur Benónýsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Nú stendur yfir kjör til formanns og stjórnar VR. VR er stærsta stéttarfélag landsins með yfir 32 þúsund meðlimi. Sitjandi formaður Ólafía B. Rafnsdóttir gefur kost á sér til endurkjörs. Ólafía hefur starfað sem formaður VR síðastliðin 4 ár og staðið sig með mikilli prýði. Viðhorf hins almenna borgara gagnvart VR og verkalýðshreyfingum almennt er lítið sem ekkert. Fólk lætur sig ekki varða um kjarasamninga, stöðu ungra og lágtekjufólks á húsnæðismarkaði, kaupmátt og atvinnuleysi svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta atriði sem verkalýðsbatterí eins og VR vinna að. Fasteignamarkaðurinn í dag er ómögulegur og fólk sem er nýkomið úr námi hefur litla möguleika á að eignast fasteign. Eðlilega fer sá einstaklingur að leita sér að leiguíbúð. Þar er staðan litlu skárri enda leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Skortur er á húsnæði og lítill áhugi virðist vera meðal stjórnmálamanna að taka þessu vandamáli föstum tökum. Á meðan þingmenn hugsa um að semja frumvörp um styrkingu á húsnæðismarkaði gekk VR í verkið. Árið 2015 var VR aðili að gerð kjarasamnings þar sem samið var um uppbyggingu 1560 leiguíbúða fyrir lægstu tekjuhópana á vinnumarkaði. Á þessum leiguíbúðum verður hámarks leiguverð sem miðast við 25% af tekjum leigjandans með teknu tilliti til húsnæðisbóta. Verkefnið er komið af stað og vonast VR til þess að fyrstu leiguíbúðirnar líti dagsins ljós árið 2019. VR semur um kjarasamninga fyrir félagsmenn sína. Laun aðila vinnumarkaðarins ráðast af kjarasamningum og því er mikilvægt að vera með góða aðila í forsvari fyrir sig við gerð þeirra. Þegar hinn almenni félagsmaður í VR er spurður að því hvað eigi að setja í forgang við gerð slíkra kjarasamninga er oftast svarað í áttina að því að einstaklingurinn vilji kaupmáttaraukningu og stöðugleika. Síðustu fjögur ár hefur Ólafía stýrt VR með þetta að leiðarljósi og í formannstíð hennar hefur kaupmáttur aukist um 20% og atvinnuleysi farið úr 6,2% niður í 2,9%. Það leikur enginn vafi á því að aðkoma VR við gerð kjarasamninga hefur haft stórkostleg áhrif á þessar tölur. Undir stjórn Ólafíu hefur rödd VR orðið sterkari og hefur félagið tekið aukinn þátt í þjóðfélagsumræðunni. Hér má nefna gagnrýni um vaxtamun bankanna, hækkun stjórnarlauna í bönkum og arðgreiðslur tryggingafélaganna. Þegar Ólafía tók við keflinu var nýhafin vinna að jafnlaunavottun VR. Ég leyfi mér að fullyrða að án Ólafíu og sterkrar samstöðu stjórnar VR væri lítið fjallað um jafnlaunavottun í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Starf VR í þágu málefnisins síðustu fjögur ár hefur verið þjóðfélaginu gríðarlega dýrmætt. Nýverið hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á verklagi við tilnefningu stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Markmiðið var að opna ferlið og gera það gegnsærra. Stjórn VR þótti það ólýðræðislegt að þau gætu kosið sjálfa sig inn í stjórn LV. Þörf umræða var um breytingar á þessu og ályktaði stjórn VR m.a. að það væri ekki við hæfi að þeir sem sætu í stjórn LV sætu einnig í stjórn þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn ætti í. Í síðastliðinni viku tók SA upp þessa reglu og viku þrír stjórnarmenn sæti þar. Undir stjórn Ólafíu setti VR í gang átakið VR-skóli lífsins. VR fann fyrir mikilli þörf á fræðslu fyrir ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði enda víða pottur brotinn í þeim málum. Enn er marg brotið á ungu fólki á vinnumarkaði og telur VR það mjög brýnt málefni. VR telur að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að skerða rétt félagsmanna til atvinnuleysisbóta með því að stytta bótatímabilið um sex mánuði, eins og gert var með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar. Félagið höfðaði mál til að fá þessu hnekkt og vann það í héraðsdómi en bíður nú eftir úrskurði Hæstaréttar. Eftir að hafa kynnt mér starf VR síðustu fjögur ár er ég ekki í neinum vafa um að ég treysti Ólafíu B. Rafnsdóttur til áframhaldandi formannssetu og ég hlakka til að sjá hverju hún nær að áorka frekar í þágu okkar félagsmannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir kjör til formanns og stjórnar VR. VR er stærsta stéttarfélag landsins með yfir 32 þúsund meðlimi. Sitjandi formaður Ólafía B. Rafnsdóttir gefur kost á sér til endurkjörs. Ólafía hefur starfað sem formaður VR síðastliðin 4 ár og staðið sig með mikilli prýði. Viðhorf hins almenna borgara gagnvart VR og verkalýðshreyfingum almennt er lítið sem ekkert. Fólk lætur sig ekki varða um kjarasamninga, stöðu ungra og lágtekjufólks á húsnæðismarkaði, kaupmátt og atvinnuleysi svo eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta atriði sem verkalýðsbatterí eins og VR vinna að. Fasteignamarkaðurinn í dag er ómögulegur og fólk sem er nýkomið úr námi hefur litla möguleika á að eignast fasteign. Eðlilega fer sá einstaklingur að leita sér að leiguíbúð. Þar er staðan litlu skárri enda leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Skortur er á húsnæði og lítill áhugi virðist vera meðal stjórnmálamanna að taka þessu vandamáli föstum tökum. Á meðan þingmenn hugsa um að semja frumvörp um styrkingu á húsnæðismarkaði gekk VR í verkið. Árið 2015 var VR aðili að gerð kjarasamnings þar sem samið var um uppbyggingu 1560 leiguíbúða fyrir lægstu tekjuhópana á vinnumarkaði. Á þessum leiguíbúðum verður hámarks leiguverð sem miðast við 25% af tekjum leigjandans með teknu tilliti til húsnæðisbóta. Verkefnið er komið af stað og vonast VR til þess að fyrstu leiguíbúðirnar líti dagsins ljós árið 2019. VR semur um kjarasamninga fyrir félagsmenn sína. Laun aðila vinnumarkaðarins ráðast af kjarasamningum og því er mikilvægt að vera með góða aðila í forsvari fyrir sig við gerð þeirra. Þegar hinn almenni félagsmaður í VR er spurður að því hvað eigi að setja í forgang við gerð slíkra kjarasamninga er oftast svarað í áttina að því að einstaklingurinn vilji kaupmáttaraukningu og stöðugleika. Síðustu fjögur ár hefur Ólafía stýrt VR með þetta að leiðarljósi og í formannstíð hennar hefur kaupmáttur aukist um 20% og atvinnuleysi farið úr 6,2% niður í 2,9%. Það leikur enginn vafi á því að aðkoma VR við gerð kjarasamninga hefur haft stórkostleg áhrif á þessar tölur. Undir stjórn Ólafíu hefur rödd VR orðið sterkari og hefur félagið tekið aukinn þátt í þjóðfélagsumræðunni. Hér má nefna gagnrýni um vaxtamun bankanna, hækkun stjórnarlauna í bönkum og arðgreiðslur tryggingafélaganna. Þegar Ólafía tók við keflinu var nýhafin vinna að jafnlaunavottun VR. Ég leyfi mér að fullyrða að án Ólafíu og sterkrar samstöðu stjórnar VR væri lítið fjallað um jafnlaunavottun í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Starf VR í þágu málefnisins síðustu fjögur ár hefur verið þjóðfélaginu gríðarlega dýrmætt. Nýverið hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á verklagi við tilnefningu stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Markmiðið var að opna ferlið og gera það gegnsærra. Stjórn VR þótti það ólýðræðislegt að þau gætu kosið sjálfa sig inn í stjórn LV. Þörf umræða var um breytingar á þessu og ályktaði stjórn VR m.a. að það væri ekki við hæfi að þeir sem sætu í stjórn LV sætu einnig í stjórn þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn ætti í. Í síðastliðinni viku tók SA upp þessa reglu og viku þrír stjórnarmenn sæti þar. Undir stjórn Ólafíu setti VR í gang átakið VR-skóli lífsins. VR fann fyrir mikilli þörf á fræðslu fyrir ungt fólk um réttindi sín á vinnumarkaði enda víða pottur brotinn í þeim málum. Enn er marg brotið á ungu fólki á vinnumarkaði og telur VR það mjög brýnt málefni. VR telur að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að skerða rétt félagsmanna til atvinnuleysisbóta með því að stytta bótatímabilið um sex mánuði, eins og gert var með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar. Félagið höfðaði mál til að fá þessu hnekkt og vann það í héraðsdómi en bíður nú eftir úrskurði Hæstaréttar. Eftir að hafa kynnt mér starf VR síðustu fjögur ár er ég ekki í neinum vafa um að ég treysti Ólafíu B. Rafnsdóttur til áframhaldandi formannssetu og ég hlakka til að sjá hverju hún nær að áorka frekar í þágu okkar félagsmannanna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar