Er Vinnslustöðin verst rekna fyrirtækið? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum heldur því fram í blaðagrein í Fréttablaðinu að framlegðin af loðnuveiðum þetta árið sé aðeins 10%. Notaði hann útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar hf. og yfirfærir þá á þær loðnuveiðar og vinnslu sem hófust eftir verkfall. Áætlar hann verðmæti loðnunnar 17 milljarða króna og segir að framlegðin (EBITDA) sé 1,7 milljarðar króna. Það er aðeins 10%. Þetta rímar illa við opinberar hagtölur. Ekki liggja fyrir tölur um framlegðina af loðnuveiðum og loðnuvinnslu sérstaklega, en mjög góð afkoma hefur verið af uppsjávarveiðum og -bræðslu frá 2008 til 2015. Hreinn hagnaður hefur verið frá 17-36% að einu ári undanskildu. Það þýðir að framlegðin hefur verið enn meiri. Árið 2015 var framlegðin hjá uppsjávarveiðiskipum 21,5% og 17,7% hjá uppsjávarfrystiskipum. Í mjöl- og lýsisvinnslu var framlegðin 20,2%. Í uppgjöri Hagstofunnar er veiðigjaldið til ríkisins fært til rekstrarkostnaðar og lækkar það framlegðina. Það er ekki eðlilegt þar sem veiðigjald er ekki kostnaður við útgerð skipsins heldur afgjald fyrir veiðirétt. Fyrir útgerðina í heild svarar veiðigjaldið 3% af tekjum þegar veiðigjaldið er fært frá rekstrarkostnaði. Tölur um framlegð í uppsjávarveiðum eru því í raun a.m.k. 3% hærri en tölur Hagstofunnar. Þá fæst að framlegðin í uppsjávarveiðum árið 2015 var 21-25% af tekjum. Það er mun hærra en þau 10% sem fást með „speglun“ á skattaspori Vinnslustöðvarinnar. Til þess að gera rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. enn ótrúverðugri þá var heildarafkoman í sjávarútvegi 2015 sú að framlegðin var 30%. Full ástæða er til þess að efast um fullyrðingar um slæma afkomu af rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í ljósi opinberra upplýsingar um afkomu í sjávarútvegi, en séu þær engu að síður réttar blasir við að Vinnslustöðin hf. hlýtur að vera eitt verst rekna fyrirtækið í sjávarútvegi. Sé það raunin er verið að sóa verðmætum og rýra lífskjör þjóðarinnar með því að fela fyrirtækinu að nýta auðlind þjóðarinnar þegar aðrir geta gert það miklu betur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar