Flökkusögur og rangfærslur um snertilaus greiðslukort Bergsveinn Sampsted skrifar 3. mars 2017 07:00 Greiðslukort eru og hafa alltaf verið í stöðugri þróun þar sem leitast er við að gera notkun þeirra í senn öruggari, þægilegri og fljótlegri. Notkun greiðslukorta með snertilausri virkni hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi á síðustu mánuðum rétt eins og annars staðar í Evrópu. Tæknin byggir á að örgjörvi kortsins á þráðlaus samskipti við posa. Þannig er hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu þegar um lágar upphæðir er að ræða með því að bera kortið upp að posa án snertingar og pin-númers. Hámark upphæðar á hverja snertilausa færslu er innbyggt í kerfið kr. 5.000 og samanlagt hámark einnig, kr. 10.500. Þegar öðru hvoru hámarkinu er náð verður að staðfesta næstu greiðslu með pinni til að hægt sé að nota snertilausa virkni á nýjan leik. Þetta er gert til að lágmarka tjón af sviksamlegum færslum ef korti er stolið. Eftir sem áður er það mjög mikilvægt að korthafi gæti vel að korti sínu og tilkynni það tafarlaust, glati hann kortinu eða því hafi verið stolið. Í Danmörku hófst innleiðingin árið 2015 og eru Danir nú í hópi þeirra þjóða þar sem snertilausar greiðslur eru hvað tíðastar. Í lok síðasta árs var staðan orðin sú að tvær af hverjum þremur færslum er námu lægri upphæð en 200 dönskum krónum voru snertilausar. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi og má nefna að daglega eru hátt í tvær milljónir fargjalda greiddar með snertilausum hætti í almenningssamgöngukerfi Lundúna. Þrátt fyrir að öryggi þessa greiðslumáta sé óumdeilt ganga um vefinn nokkrar alþjóðlegar flökkusögur sem byggja á rangfærslum.Kortaupplýsingar eru ekki í hættu Ein algengasta útgáfan af flökkusögunni um snertilaus kort er sú að glæpamenn gangi um með sérstaka skanna, sem notaðir eru til að ryksuga upp upplýsingar um greiðslukort frá nærstöddum og nýti til að búa til falsað kort eða svíkja út færslu af kortinu. Þessi flökkusaga stenst ekki skoðun. Í fyrsta lagi þarf fjarlægðin milli korts og posa að vera innan við u.þ.b. þrjá sentimetra til að posi geti lesið kortið. Í öðru lagi er einungis hægt að lesa úr örgjörvanum sömu upplýsingar og sjá má framan á kortinu, sem eru; nafn korthafa, kortnúmer og gildistími. Þær duga ekki í öruggum viðskiptum á netinu, eða til að framleiða falsað kort og eru því gagnslitlar einar og sér. Öryggisupplýsingar á borð við pinnið eða CVC-númerið eru dulkóðaðar og er ekki hægt að ná úr örgjörvanum. Ef söluaðili tekur við færslu án þessara öryggiskrafna er hann sjálfur ábyrgur fyrir öllum sviksamlegum færslum. Í þriðja lagi þyrfti þjófurinn í flökkusögunni að vera með samning um færsluhirðingu, eins og hver annar kaupmaður, ef hann ætti fræðilega að geta tekið út af korti. Mjög strangar reglur og eftirlit er með aðilum sem teknir eru í færsluhirðingu og mjög ólíklegt að aðilar sem ætli sér að stunda sviksamlega starfsemi eins og að framan er lýst fái til þess heimild.Korthafar þurfa ekki sérstök snertilaus veski Það er líka útbreidd flökkusaga að nauðsynlegt sé að geyma snertilaus kort í sérstökum veskjum er eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa upplýsingar af kortunum. Því miður virðist þessi flökkusaga eins og aðrar fyrst og fremst hafa þann tilgang að hræða korthafa og vekja upp áhyggjur. Af þeim ástæðum sem hér að framan hafa verið raktar eru þær áhyggjur, rétt eins og sérstaka veskið algjörlega óþarfar.Engin dæmi um svik Staðreyndin er sú að þrátt fyrir allar þessar flökkusögur hefur Valitor ekki fengið nein skjalfest dæmi, hvorki hér á landi né annars staðar, um að óprúttnir aðilar hafi svikið fé af greiðslukorti með snertilausri virkni á meðan kortið er enn í vörslu korthafa. Margra ára reynsla er af notkun snertilausra korta í löndunum í kringum okkur og öryggi þeirra er óumdeilt. Kortanúmeraþjófurinn með skjalatöskuna sem gengur um og safnar upplýsingum til að afrita kort er ekki til.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Greiðslukort eru og hafa alltaf verið í stöðugri þróun þar sem leitast er við að gera notkun þeirra í senn öruggari, þægilegri og fljótlegri. Notkun greiðslukorta með snertilausri virkni hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi á síðustu mánuðum rétt eins og annars staðar í Evrópu. Tæknin byggir á að örgjörvi kortsins á þráðlaus samskipti við posa. Þannig er hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu þegar um lágar upphæðir er að ræða með því að bera kortið upp að posa án snertingar og pin-númers. Hámark upphæðar á hverja snertilausa færslu er innbyggt í kerfið kr. 5.000 og samanlagt hámark einnig, kr. 10.500. Þegar öðru hvoru hámarkinu er náð verður að staðfesta næstu greiðslu með pinni til að hægt sé að nota snertilausa virkni á nýjan leik. Þetta er gert til að lágmarka tjón af sviksamlegum færslum ef korti er stolið. Eftir sem áður er það mjög mikilvægt að korthafi gæti vel að korti sínu og tilkynni það tafarlaust, glati hann kortinu eða því hafi verið stolið. Í Danmörku hófst innleiðingin árið 2015 og eru Danir nú í hópi þeirra þjóða þar sem snertilausar greiðslur eru hvað tíðastar. Í lok síðasta árs var staðan orðin sú að tvær af hverjum þremur færslum er námu lægri upphæð en 200 dönskum krónum voru snertilausar. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi og má nefna að daglega eru hátt í tvær milljónir fargjalda greiddar með snertilausum hætti í almenningssamgöngukerfi Lundúna. Þrátt fyrir að öryggi þessa greiðslumáta sé óumdeilt ganga um vefinn nokkrar alþjóðlegar flökkusögur sem byggja á rangfærslum.Kortaupplýsingar eru ekki í hættu Ein algengasta útgáfan af flökkusögunni um snertilaus kort er sú að glæpamenn gangi um með sérstaka skanna, sem notaðir eru til að ryksuga upp upplýsingar um greiðslukort frá nærstöddum og nýti til að búa til falsað kort eða svíkja út færslu af kortinu. Þessi flökkusaga stenst ekki skoðun. Í fyrsta lagi þarf fjarlægðin milli korts og posa að vera innan við u.þ.b. þrjá sentimetra til að posi geti lesið kortið. Í öðru lagi er einungis hægt að lesa úr örgjörvanum sömu upplýsingar og sjá má framan á kortinu, sem eru; nafn korthafa, kortnúmer og gildistími. Þær duga ekki í öruggum viðskiptum á netinu, eða til að framleiða falsað kort og eru því gagnslitlar einar og sér. Öryggisupplýsingar á borð við pinnið eða CVC-númerið eru dulkóðaðar og er ekki hægt að ná úr örgjörvanum. Ef söluaðili tekur við færslu án þessara öryggiskrafna er hann sjálfur ábyrgur fyrir öllum sviksamlegum færslum. Í þriðja lagi þyrfti þjófurinn í flökkusögunni að vera með samning um færsluhirðingu, eins og hver annar kaupmaður, ef hann ætti fræðilega að geta tekið út af korti. Mjög strangar reglur og eftirlit er með aðilum sem teknir eru í færsluhirðingu og mjög ólíklegt að aðilar sem ætli sér að stunda sviksamlega starfsemi eins og að framan er lýst fái til þess heimild.Korthafar þurfa ekki sérstök snertilaus veski Það er líka útbreidd flökkusaga að nauðsynlegt sé að geyma snertilaus kort í sérstökum veskjum er eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa upplýsingar af kortunum. Því miður virðist þessi flökkusaga eins og aðrar fyrst og fremst hafa þann tilgang að hræða korthafa og vekja upp áhyggjur. Af þeim ástæðum sem hér að framan hafa verið raktar eru þær áhyggjur, rétt eins og sérstaka veskið algjörlega óþarfar.Engin dæmi um svik Staðreyndin er sú að þrátt fyrir allar þessar flökkusögur hefur Valitor ekki fengið nein skjalfest dæmi, hvorki hér á landi né annars staðar, um að óprúttnir aðilar hafi svikið fé af greiðslukorti með snertilausri virkni á meðan kortið er enn í vörslu korthafa. Margra ára reynsla er af notkun snertilausra korta í löndunum í kringum okkur og öryggi þeirra er óumdeilt. Kortanúmeraþjófurinn með skjalatöskuna sem gengur um og safnar upplýsingum til að afrita kort er ekki til.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar