Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2017 00:01 Kimi Raikkonen fór hraðast allra í dag. Vísir/Getty Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30