Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2017 19:30 Valtteri Bottas og Sebastian Vettel á brautinni í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30