Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2017 00:01 Kimi Raikkonen fór hraðast allra í dag. Vísir/Getty Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Pirelli fékk að vökva brautina fyrir æfinguna og í hádeginu til að gera liðinum kleift að prófa regndekkin. Liðunum lá ekkert mikið á að komast út á brautina til að taka þátt í þeim æfingum. Mikill brautarhiti og sólskin gerðu það að verkum að brautin þornaði talsvert hratt. Lewis Hamilton átti að aka Mercedes bílnum fyrir hádegi en ekkert varð úr því. Mercedes sagði að rafmagnsvandamál hefði komið í veg fyrir að hann næði að keyra. Þrátt fyrir það var Valtteri Bottas kominn um borð í Mercedes bílinn fyrir hádegi. Hamilton hafði áður sagt að hann væri lítt hrifinn af því að prófa í bleytunni og að hann myndi hugsanlega gera sér upp meiðsli til að sleppa við það. Hann ók að minnsta kosti ekki.Antonio Giovinazzo ók Sauber bílnum í dag í fjarveru Pascal Wehrlein sem er að glíma við eymsl í hálsi. Giovinazzo þurfti stundum að leita aðeins að brautarmörkunum.Vísir/GettyMax Verstappen varð annar fljótastur á Red Bull bílnum, tæpri sekúndu á eftir Raikkonen. Verstappen ók 85 hringi. Jolyon Palmer á Reanult varð þriðji, sem kemur kannski ögn á óvart en hann var einungis um níu þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen. Palmer ók einungis 39 hringi. Eini maðurinn sem komst meira en 100 hringi var Romain Grosjean á Haas bílnum en hann var fjórði fljótasti ökumaðurinn og fór 118 hringi. Toro Rosso átti ekki góðu gengi að fagna á æfingunni. Daniil Kvyat ók bílnum einungis einn hring. Stoffel Vandoorne setti vandræðagemling McLaren liðsins í örskotsstundu á toppinn yfir hröðustu bíla dagsins. Það breyttist þó fljótt en sýnir að ekki er öll nótt úti enn fyrir McLaren. Williams liðið tók ekki þátt á æfingunni vegna skemmda sem árekstur Lance Stroll olli á undirvagni bílsins á æfingu síðasta dags. Frekari æfingar fyrir tímabilið hefjast þriðjudaginn 7. mars og verða áfram í Barselóna. Vísir mun fylgjast áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti