Aukin eftirspurn gerir örðugt að tryggja heimilum og smáfyrirtækjum raforku 8. mars 2017 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra vísir/vilhelm Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira