Borgarstjóri lýsir yfir efasemdum um hugmyndir um vegatolla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2017 18:55 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að hann hafi miklar efasemdir um þær hugmyndir sem uppi eru innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir tæplega vera um landsbyggðarskatt að ræða og bendir á að lítil athygli hafi verið á framkvæmdir í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag.Hvað er borgin að gera til þess að reyna að flýta fyrir umferðinni?„Þetta er í raun stóra málið í aðalskipulaginu að bregðast við því að borgin var þannig skipulögð að við búum í útjöðrum svæðisins og vinnum inn í miðjunni, þannig allir eru að reyna að komast til vinnu á morgnaana og frá vinnu seinnipartinn, svolítið á sama tíma.“ „Þétting byggðar gengur út á það, að fækka þeim sem þurfa að fara svona langa leið, til og frá vinnu. Það að bjóða upp á fjölbreyttari ferðamáta og betri almenningssamgöngur gengur líka út á það að létta álagið á umferðargötunum. Um leið og þú fjölgar þeim sem taka strætó, fækkaru þeim sem taka einkabílinn á sama tíma.“ Spurður um hugmyndir innan innanríkisráðuneytisins um vegtolla á höfuðborgarsvæðinu segir Dagur að hugmyndirnar séu óljósar og kallar hann eftir því að ráðherra geri betur grein fyrir þeim. „Mér finnst satt best að segja ráðherra þurfa að gera mikið betur grein fyrir þessum hugmyndum, áður en lengra er haldið.“ „Ég tek eftir því að sumir tala um þetta sem landsbyggðarskatt en ég vil minna á það að núverandi fjármögnunarkerfi samgangna er þannig að íbúar höfuðborgarsvæðisins borga um tvo þriðju af bensín-olíu og bifreiðagjöldum en fá bara brot af því í framkvæmdir hér. Þannig ef við ætlum að tala um þetta sem svona landshlutamál, þá finnst mér þurfa að halda þessu til haga, ég held að höfuðborgarsvæðið eigi mjög mikið inni og það eigi að veita samgöngumálum hér miklu meiri athygli heldur en gert hefur verið.“En svona af eða á, með tollana?„Fyrstu viðbrögð eru mjög miklar efasemdir en mér finnst þessar hugmyndir ekki hafa verið settar nægilega skírt fram til þess að ég geti með sanngirni sagt að mér litist afleitlega á þær. Þetta er óljóst, það á að setja þetta í einhverja nefnd. Spurning, á þetta að koma í staðinn fyrir eitthvað annað eða eru þetta bara viðbótarálögur og þá á hverjua, hvejrir eiga að greiða? Hvað með bílaleigubílana?“ „Mér finnst þetta of óljóst til þess að ég geti sagt af eða á með þetta.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira