Óskarinn áfram á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason lyfta Coca Cola-bikarnum eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik. Valsmenn vörðu þar með bikarmeistaratitilinn en þeir hafa alls tíu sinnum orðið bikarmeistarar, oftast allra liða. vísir/andri marinó Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“ Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“
Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni