Vilhjálmur Birgisson við útgerðarmenn: "Hættið þessari vitleysu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. febrúar 2017 18:45 Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, skilur ekki þá hagfræði sem unnin er af útgerðarmönnum, sérstaklega eftir að Atvinnuvegaráðuneytið birti í gær mat á þjóðhagslegum kostnaði vegna sjómannaverkfallsins. Heildarkröfur sjómanna eru á bilinu 1,6 til 2 milljarðar en tekjutap ríkis og sveitarfélaga er gróflega áætlað þrír komma fimm milljarðar. Þjóðhagslegur kostnaður vegna sjómannaverkfallsins er nú þegar orðinn gríðarlegur miðað við þær upplýsingar sem koma fram í mati Atvinnuvegaráðuneytisins og birti á föstudag og standi verkfallið inn í loðnuvertíðina mun þjóðarbúið verða af enn frekari tekjum en nú er. Ástandið er jafnvel alvarlegra þegar efnahagsleg áhrif verkfallsins á sveitarfélög er skoðað svo ekki sé talað um heimilisbókhald sjómanna og hvað þá landverkafólks sem hefur litla eða enga vinnu vegna verkfallsins. „Það var gefin út skýrsla í þar sem að það var talað meðal annars um það að tekjutap ríkisins og sveitarfélaga út af sjómannaverkfallinu sé gróflega áætlaður um 3,5 milljarðar. En þá spyr maður sig að sama skapi hvað kostar að leysa deiluna? Við höfum verið að slá á þessar tölur núna að undanförnu og þetta er á bilinu 1,6 til tveir milljarðar á ári sem kostar að leysa deiluna sem er að meðaltali á hverja útgerð í kringum 14 milljónir. Íslenskir sjómenn myndu njóta sömu réttinda og annað launafólk í formi þess að fá dagpeninga,“ segir Vilhjálmur.Finnst þér útgerðarmenn að einhverju leyti vera draga lappirnar í þessum samningaviðræðum? „Ég allavega skil ekki þessa hagfræði í ljósi þess að Sjávarklasinn og fleiri aðilar og þessi skýrsla í gær hafa verið að benda á þetta gríðarlega tap. Menn hafa nefnt allt að einn milljarð á dag. En þegar það liggur fyrir að heildar kröfur okkar nema þetta í kringum 1,6 til tvo milljarða, þá skil ég ekki þá hagfræði sem að liggur þar að baki að menn skuli ekki reyna að leysa þessa deilu. Menn mega ekki gleyma því að sjómenn eru búnir að vera samningslausir í 6 ár. Ég held ég verði bara að tala líka kjarnyrt sjómannamál og segja við útgerðarmenn að hætta þessari vitleysu og setjast niður með okkur og klára þetta mál, semja við okkur því það er alveg ljóst að þessar kröfur okkar eru réttlátar, þær eru sanngjarnar og þær eru hógværar.“ Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, skilur ekki þá hagfræði sem unnin er af útgerðarmönnum, sérstaklega eftir að Atvinnuvegaráðuneytið birti í gær mat á þjóðhagslegum kostnaði vegna sjómannaverkfallsins. Heildarkröfur sjómanna eru á bilinu 1,6 til 2 milljarðar en tekjutap ríkis og sveitarfélaga er gróflega áætlað þrír komma fimm milljarðar. Þjóðhagslegur kostnaður vegna sjómannaverkfallsins er nú þegar orðinn gríðarlegur miðað við þær upplýsingar sem koma fram í mati Atvinnuvegaráðuneytisins og birti á föstudag og standi verkfallið inn í loðnuvertíðina mun þjóðarbúið verða af enn frekari tekjum en nú er. Ástandið er jafnvel alvarlegra þegar efnahagsleg áhrif verkfallsins á sveitarfélög er skoðað svo ekki sé talað um heimilisbókhald sjómanna og hvað þá landverkafólks sem hefur litla eða enga vinnu vegna verkfallsins. „Það var gefin út skýrsla í þar sem að það var talað meðal annars um það að tekjutap ríkisins og sveitarfélaga út af sjómannaverkfallinu sé gróflega áætlaður um 3,5 milljarðar. En þá spyr maður sig að sama skapi hvað kostar að leysa deiluna? Við höfum verið að slá á þessar tölur núna að undanförnu og þetta er á bilinu 1,6 til tveir milljarðar á ári sem kostar að leysa deiluna sem er að meðaltali á hverja útgerð í kringum 14 milljónir. Íslenskir sjómenn myndu njóta sömu réttinda og annað launafólk í formi þess að fá dagpeninga,“ segir Vilhjálmur.Finnst þér útgerðarmenn að einhverju leyti vera draga lappirnar í þessum samningaviðræðum? „Ég allavega skil ekki þessa hagfræði í ljósi þess að Sjávarklasinn og fleiri aðilar og þessi skýrsla í gær hafa verið að benda á þetta gríðarlega tap. Menn hafa nefnt allt að einn milljarð á dag. En þegar það liggur fyrir að heildar kröfur okkar nema þetta í kringum 1,6 til tvo milljarða, þá skil ég ekki þá hagfræði sem að liggur þar að baki að menn skuli ekki reyna að leysa þessa deilu. Menn mega ekki gleyma því að sjómenn eru búnir að vera samningslausir í 6 ár. Ég held ég verði bara að tala líka kjarnyrt sjómannamál og segja við útgerðarmenn að hætta þessari vitleysu og setjast niður með okkur og klára þetta mál, semja við okkur því það er alveg ljóst að þessar kröfur okkar eru réttlátar, þær eru sanngjarnar og þær eru hógværar.“
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira