Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land.