Hafið hefur étið óspart af Hliðsnesinu í vetur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Þór Saari stendur hér á grasþúfu sem fyrir skömmu var hluti af Hliðsnestúninu en er nú langt út í fjörunni. Vísir/Eyþór „Fjörukamburinn er hreinlega kominn upp á veginn sem er farinn að skemmast á stórum kafla,“ segir Þór Saari, talsmaður íbúa allra sex húsanna á Hliðsnesi sem sent hafa ákall til bæjaryfirvalda og óskað eftir byggingu sjóvarnargarðs. „Í vetur gekk sjór yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu mínu heldur en nokkurn tíma áður. Sjávarstaðan endaði í rétt innan við tveggja metra fjarlægð frá húsinu mínu,“ segir Þór. Stysta leið að sjávarkambinum frá húsi hans er sjötíu metrar.„Fyrir utan fjörukambinn neðan við túnið gengur maður tugi metra út í sjó á mó sem er bara gamla túnið,“ útskýrir Þór þá þróun sem er í gangi á Hliðsnesi. Í bréfi íbúanna kemur fram að eitt sinn hafi heilir sjö metrar horfið af sjávarkambinum á einni nóttu. „Það gerðist í mjög slæmu veðri fyrir átta til tíu árum. Þetta gerist þegar það fer saman mjög há sjávarstaða og stormur úr suðvestri,“ segir Þór. Nú í vetur hafi sjór gengið yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu hans heldur en nokkurn tíma áður. Rakið er í bréfinu að nú sé svo komið að vegurinn hafi nokkrum sinnum lokast eða orðið illfær í vetur af völdum landburðar af grjóti og þangi. „Þegar það gerist hringjum við á gröfu og þá er mokað af honum,“ segir Þór. Fyrir nokkrum árum hafi verið gerður sjóvarnargarður að hluta en ekki kláraður alla leið. „Reglurnar hjá Siglingamálastofnun kveða á um að það sé ekki fyrr en hús eru komin í hættu að það eru gerðir sjóvarnargarðar.“ Að sögn Þórs hefur hann áður bent bæjaryfirvöldum á vandann og þau tekið vel í málið. Nú hafi íbúarnir loks látið verða af því að senda inn formlegt erindi. „Ég var að ganga fjöruna um daginn þegar Birna týndist því manni fannst maður þurfa að gera eitthvað og þá tók ég eftir því hvað kamburinn hefur færst langt inn í vetur. Það hefur verið óvenju mikið um suðvestanáttir og óvenju stórstreymt,“ segir Þór Saari. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sjórinn er í miklum landvinningum hjá Þór Saari og öðrum íbúum á Hliðsnesi sem vilja spyrna við fótum. Fréttablaðið/Eyþór Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Fjörukamburinn er hreinlega kominn upp á veginn sem er farinn að skemmast á stórum kafla,“ segir Þór Saari, talsmaður íbúa allra sex húsanna á Hliðsnesi sem sent hafa ákall til bæjaryfirvalda og óskað eftir byggingu sjóvarnargarðs. „Í vetur gekk sjór yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu mínu heldur en nokkurn tíma áður. Sjávarstaðan endaði í rétt innan við tveggja metra fjarlægð frá húsinu mínu,“ segir Þór. Stysta leið að sjávarkambinum frá húsi hans er sjötíu metrar.„Fyrir utan fjörukambinn neðan við túnið gengur maður tugi metra út í sjó á mó sem er bara gamla túnið,“ útskýrir Þór þá þróun sem er í gangi á Hliðsnesi. Í bréfi íbúanna kemur fram að eitt sinn hafi heilir sjö metrar horfið af sjávarkambinum á einni nóttu. „Það gerðist í mjög slæmu veðri fyrir átta til tíu árum. Þetta gerist þegar það fer saman mjög há sjávarstaða og stormur úr suðvestri,“ segir Þór. Nú í vetur hafi sjór gengið yfir túnið fyrir innan fjörukambinn og nær húsinu hans heldur en nokkurn tíma áður. Rakið er í bréfinu að nú sé svo komið að vegurinn hafi nokkrum sinnum lokast eða orðið illfær í vetur af völdum landburðar af grjóti og þangi. „Þegar það gerist hringjum við á gröfu og þá er mokað af honum,“ segir Þór. Fyrir nokkrum árum hafi verið gerður sjóvarnargarður að hluta en ekki kláraður alla leið. „Reglurnar hjá Siglingamálastofnun kveða á um að það sé ekki fyrr en hús eru komin í hættu að það eru gerðir sjóvarnargarðar.“ Að sögn Þórs hefur hann áður bent bæjaryfirvöldum á vandann og þau tekið vel í málið. Nú hafi íbúarnir loks látið verða af því að senda inn formlegt erindi. „Ég var að ganga fjöruna um daginn þegar Birna týndist því manni fannst maður þurfa að gera eitthvað og þá tók ég eftir því hvað kamburinn hefur færst langt inn í vetur. Það hefur verið óvenju mikið um suðvestanáttir og óvenju stórstreymt,“ segir Þór Saari. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sjórinn er í miklum landvinningum hjá Þór Saari og öðrum íbúum á Hliðsnesi sem vilja spyrna við fótum. Fréttablaðið/Eyþór
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira