Vinna sjálfboðaliða á leikskólum gagnrýnd Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Skúli Helgason Dæmi eru um að leikskólar Reykjavíkurborgar nýti sér sjálfboðaliða til starfa. Er bæði um að ræða leikskóla sem rekinn er beint af Reykjavíkurborg en einnig einkarekna leikskóla sem fá úthlutað rekstrarfé frá borginni. Um er að ræða leikskólann Björtuhlíð, leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Þar hafa verið nýttir sjálfboðaliðar í nokkur ár án þess að gerður hafi verið ráðningarsamningur við sjálfboðaliða eða þeim greitt fyrir vinnu sína. Er þetta að mati Alþýðusambands Íslands skýrt brot á kjarasamningum þar sem verið er að ganga í störf almennra starfsmanna sem um gilda kjarasamningar. Einnig eru einkareknu leikskólarnir Waldorfskólinn Sólstafir og Waldorfskólinn Höfn auk Sælukots með sjálfboðaliða. Fá þessir leikskólar greitt í samræmi við barnafjölda á leikskólanum úr borgarsjóði á sama hátt og aðrir leikskólar. Snorri Traustason, leikskólastjóri Waldorfskólans Sólstafa, neitaði að tjá sig um sjálfboðaliðana sem eru á hans leikskóla. Tveir sjálfboðaliðar starfa á leikskólanum núna og hefur leikskólinn haft sjálfboðaliða í mörg ár innan sinna raða. Fullyrt er þó að sjálfboðaliðar gangi ekki inn í launuð störf og því sé ekki um brot á lögum um kjarasamninga að ræða. Í engu þessara tilvika var fallist á þá kröfu Alþýðusambands Íslands að gera ráðningarsamninga við sjálfboðaliðana þegar eftir því var leitað. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segist leggja mikla áherslu á að standa rétt að málum og að hann hafi ekki haft vitneskju um þessa sjálfboðaliða. Mikilvægt sé að farið sé að lögum og reglum í þessu sambandi. „Við leggjum mikla áherslu á að eiga gott samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara, leikskólakennara sem og Alþýðusambandið. Við leggjum metnað í að fara eftir settum lögum og reglum. Ég hef látið fræðslusvið borgarinnar skoða þessi mál gaumgæfilega til að fá frekari upplýsingar um málið,“ segir Skúla Helgason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Dæmi eru um að leikskólar Reykjavíkurborgar nýti sér sjálfboðaliða til starfa. Er bæði um að ræða leikskóla sem rekinn er beint af Reykjavíkurborg en einnig einkarekna leikskóla sem fá úthlutað rekstrarfé frá borginni. Um er að ræða leikskólann Björtuhlíð, leikskóla sem Reykjavíkurborg rekur. Þar hafa verið nýttir sjálfboðaliðar í nokkur ár án þess að gerður hafi verið ráðningarsamningur við sjálfboðaliða eða þeim greitt fyrir vinnu sína. Er þetta að mati Alþýðusambands Íslands skýrt brot á kjarasamningum þar sem verið er að ganga í störf almennra starfsmanna sem um gilda kjarasamningar. Einnig eru einkareknu leikskólarnir Waldorfskólinn Sólstafir og Waldorfskólinn Höfn auk Sælukots með sjálfboðaliða. Fá þessir leikskólar greitt í samræmi við barnafjölda á leikskólanum úr borgarsjóði á sama hátt og aðrir leikskólar. Snorri Traustason, leikskólastjóri Waldorfskólans Sólstafa, neitaði að tjá sig um sjálfboðaliðana sem eru á hans leikskóla. Tveir sjálfboðaliðar starfa á leikskólanum núna og hefur leikskólinn haft sjálfboðaliða í mörg ár innan sinna raða. Fullyrt er þó að sjálfboðaliðar gangi ekki inn í launuð störf og því sé ekki um brot á lögum um kjarasamninga að ræða. Í engu þessara tilvika var fallist á þá kröfu Alþýðusambands Íslands að gera ráðningarsamninga við sjálfboðaliðana þegar eftir því var leitað. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segist leggja mikla áherslu á að standa rétt að málum og að hann hafi ekki haft vitneskju um þessa sjálfboðaliða. Mikilvægt sé að farið sé að lögum og reglum í þessu sambandi. „Við leggjum mikla áherslu á að eiga gott samstarf, bæði við Félag grunnskólakennara, leikskólakennara sem og Alþýðusambandið. Við leggjum metnað í að fara eftir settum lögum og reglum. Ég hef látið fræðslusvið borgarinnar skoða þessi mál gaumgæfilega til að fá frekari upplýsingar um málið,“ segir Skúla Helgason.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira