Rannsaka hvað olli slysinu Svavar Hávarðsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Mennirnir sváfu í húsinu með rauða þakinu fyrir miðri mynd. Það stendur 20 metrum frá vinnsluhúsi Háteigs. vísir/GVA Starfsmaður Fiskverkunarinnar Háteigs fannst látinn í svefnskála fyrirtækisins á Reykjanesi í gær og annar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Við rannsókn Vinnueftirlitsins, lögreglu og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kom í ljós að eitruð gös höfðu komist inn á kaldavatnskerfi byggingarinnar með þessum afleiðingum. Uppruni gassins er frá niðurdælingarholu Reykjanesvirkjunar, var talið staðfest þegar Fréttablaðið fór í prentun. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um slysið klukkan 7.15 í gærmorgun. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. Félagi hans var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan dag. Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu í nærliggjandi fyrirtækjum, Haustaki og Stolt Seafarm, vegna slyssins. Í fréttatilkynningu lögreglu sem barst fjölmiðlum eftir hádegi kom fram að á engum tíma stafaði almenningi hætta af gasmenguninni og að neysluvatn á Suðurnesjum væri í góðu lagi.Kristinn TómassonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins beindist grunur að djúpborunarholu á svæðinu, en hún var fljótt útilokuð í rannsókninni og litið til einnar af niðurdælingarholum HS Orku á svæðinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, vann að rannsókn málsins í gær. Hann segir að í þessu vinnurými sem tengist verksmiðju Háteigs sé sírennsli á neysluvatni. Vatnið mengast af kolmónoxíði og brennisteinsvetni sem olli þessu. „Þetta safnast saman yfir nóttina í hækkandi styrk. Kolmónoxíð er bráðhættulegt og getur valdið dauða og brennisteinsvetnið getur það líka. Þetta er stórundarlegt og grafalvarlegt mál,“ segir Kristinn en neitar því að um handvömm sé að ræða. „Það hefur myndast yfirþrýstingur á kerfinu sem hefur gert þetta að verkum,“ segir Kristinn og vísar þá til þess að við niðurdælingu er vatni dælt niður; yfirþrýstingur, eða bakþrýstingur, myndast og gufurnar fara inn í kerfið. Kristinn slær þó þann varnagla að rannsókn standi yfir og ótímabært sé að fullyrða um orsakir slyssins þó að allt bendi í eina átt. Framhaldsrannsókn er meðal annars í höndum Vinnueftirlitsins. Kristinn segir að kallað hafi verið eftir ýmsum gögnum, teikningum og fleiru til að átta sig á heildarmyndinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Starfsmaður Fiskverkunarinnar Háteigs fannst látinn í svefnskála fyrirtækisins á Reykjanesi í gær og annar var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Við rannsókn Vinnueftirlitsins, lögreglu og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kom í ljós að eitruð gös höfðu komist inn á kaldavatnskerfi byggingarinnar með þessum afleiðingum. Uppruni gassins er frá niðurdælingarholu Reykjanesvirkjunar, var talið staðfest þegar Fréttablaðið fór í prentun. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um slysið klukkan 7.15 í gærmorgun. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. Félagi hans var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan dag. Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu í nærliggjandi fyrirtækjum, Haustaki og Stolt Seafarm, vegna slyssins. Í fréttatilkynningu lögreglu sem barst fjölmiðlum eftir hádegi kom fram að á engum tíma stafaði almenningi hætta af gasmenguninni og að neysluvatn á Suðurnesjum væri í góðu lagi.Kristinn TómassonSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins beindist grunur að djúpborunarholu á svæðinu, en hún var fljótt útilokuð í rannsókninni og litið til einnar af niðurdælingarholum HS Orku á svæðinu. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, vann að rannsókn málsins í gær. Hann segir að í þessu vinnurými sem tengist verksmiðju Háteigs sé sírennsli á neysluvatni. Vatnið mengast af kolmónoxíði og brennisteinsvetni sem olli þessu. „Þetta safnast saman yfir nóttina í hækkandi styrk. Kolmónoxíð er bráðhættulegt og getur valdið dauða og brennisteinsvetnið getur það líka. Þetta er stórundarlegt og grafalvarlegt mál,“ segir Kristinn en neitar því að um handvömm sé að ræða. „Það hefur myndast yfirþrýstingur á kerfinu sem hefur gert þetta að verkum,“ segir Kristinn og vísar þá til þess að við niðurdælingu er vatni dælt niður; yfirþrýstingur, eða bakþrýstingur, myndast og gufurnar fara inn í kerfið. Kristinn slær þó þann varnagla að rannsókn standi yfir og ótímabært sé að fullyrða um orsakir slyssins þó að allt bendi í eina átt. Framhaldsrannsókn er meðal annars í höndum Vinnueftirlitsins. Kristinn segir að kallað hafi verið eftir ýmsum gögnum, teikningum og fleiru til að átta sig á heildarmyndinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39 Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55 Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Sjá meira
Banaslys á Reykjanesi: HS Orka rannsakar svæðið eftir að gas úr borholu lak inn á vatnsveitu Einn maður lést og annar fluttur á sjúkrahús. 3. febrúar 2017 14:39
Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. 3. febrúar 2017 13:55
Banaslys í svefnskála á Reykjanesi Einn maður lést og annar hefur verið fluttur á sjúkrahús eftir slys sem átti sér stað hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigur á Reykjanesi í nótt. 3. febrúar 2017 11:19