Sport

Conor McGregor líklega á leið til Íslands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor er skærasta MMA-stjarna heims.
Conor McGregor er skærasta MMA-stjarna heims. vísir/getty

Conor McGregor, Íslandsvinur og skærasta stjarna UFC-bardagasambandsins, er líklega á leiðinni til Íslands.

Samkvæmt heimildum bardagavefsins MMAFréttir hefur Conor sagst ætla að mæta á opnunarhátíð nýju Mjölnishallarinnar 18. febrúar en það er æfinga- og keppnishús bardagaíþróttafélagsins Mjölnis sem Gunnar Nelson keppir fyrir og er yfirþjálfari hjá.

Conor McGregor og Gunnar Nelson eru góðir vinir og deila írska þjálfaranum John Kavanagh sem er búinn að staðfesta komu sína á opnunarhátíða, samkvæmt MMAFréttum.

Conor hefur margsinnis komið til Íslands og æft, meðal annars fyrir bardaga þar sem hann og Gunnar eru æfingafélagar. Hér á hann marga góða vini og hefur oft sagt að honum líði vel á Íslandi.

Mjölnismenn hafa haldið til í flottum æfinga- og keppnissal í gamla Loftkastalanum undanfarin ár en eru nú að flytja í það sem verður eitt allra stærsta MMA-æfingahús í heiminum. Á opnunarhátíðinni verður boðið upp á fría klippingu og axlarnudd því í nýju höllinni verður nudd- og rakarastofa.

Conor er ekki með bardaga á dagskránni en síðast vann hann Eddie Alvarez í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC. Svo gæti farið að hann berjist næst í hnefaleikum á móti Floyd Mayweather Jr.


Tengdar fréttir

Mayweather segist eiga von á því að berjast við Conor

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather segist eiga von á því að hann muni berjast við írska vélbyssukjaftinn Conor McGregor en báðir voru þeir spurðir út í möguleikann á þessum ótrúlega bardaga um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.