Stjórnvöld mesta áhættan í rekstri Gunnar Þór Gunnarsson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Á seinasta ári gerði Samgöngustofa upp á sitt eindæmi drög að breytingum á reglugerð er varðar akstur með ferðamenn eða hvaða bifreiðar geta talist hópferðabifreiðar. Þrátt fyrir varnaðarorð og breytingartillögur frá fjölda manns voru þessi drög samþykkt af innanríkisráðuneytinu næstum óbreytt. Þessi reglugerð gerir það að verkum að bifreiðar sem hefur verið breytt sérstaklega til að fá hópferðaleyfi fá nú ekki endurnýjun leyfis. Þá er rekstrargrundvöllur margra þessara fyrirtækja brostinn því þetta gerir atvinnutækin næstum verðlaus og býður ekki upp á að neitt komi í staðinn. Þær reglur sem í gildi voru fyrir breytingu voru mjög vitlausar og tími kominn til endurskoðunar en í þjóðfélagi sem er nú að takast á við ýmsar breytingar í ferðaþjónustu var frekar von á því að hópferðaleyfi væri auðsóttara og á óbreyttar bifreiðar en þannig hljóðaði tillaga til lagabreytinga sem ekki fékkst afgreidd á nýliðnu þingi. Gamla reglugerðin bauð upp á glufu sem margir hafa notfært sér og byggt sinn rekstur á. Þetta var að hækka þurfti bifreið um 10% frá götu umfram það sem framleiðandi gaf upp. Þetta var auðvitað arfavitlaust en bauð upp á að hægt væri að notast við 9 manna bifreiðar og minni til að keyra fólk um landið. Nú er hins vegar aðeins í boði að keyra fólk um landið á bifreiðum sem taka fleiri en 9 manns eða á jeppum sem eru á 33" (780 mm) stórum hjólbörðum hið minnsta. Samgöngustofa bendir á að í mörgum tilfellum sé hægt að skrá bifreiðina sem eðalvagn en sú reglugerð var rýmkuð þannig að fleiri bifreiðar falla undir þá skilgreiningu. Skilgreining á eðalvagni virðist vera samin með því að bleyta puttann og stinga honum upp í vindinn! Gerð er krafa m.a. um að dýri sé slátrað (leðurinnrétting) og að ökutæki með stök sæti skuli hafa armhvílur báðum megin! Þá fæst ekki eðalvagnaleyfi nema á eiganda bifreiðarinnar sem ekki má vera fyrirtæki. Þetta er mjög takmarkandi þáttur í rekstri og þegar kalla þarf til aðra bílstjóra. Fyrirtæki sem hefur notast við eigin 9 manna bifreiðar hefur því ekki lengur sama rekstrargrundvöll.Fyrir hverja er reglugerðin? Fyrir hverja eru þessar reglugerðir settar? Alveg víst að það er ekki fyrir hinn almenna ferðamann sem hefur engan áhuga á að vera í stórri rútu eða í risajeppa. Hér er m.a. verið að vernda leigubílafyrirtæki en það er allt á misskilningi byggt því þessir hópar eru ekki í samkeppni. Leiðsögumaður ekur með sína gesti eftir fyrirfram ákveðinni leiðarlýsingu og tekur ekki upp aðra farþega en þá sem hafa bókað fyrirfram. Leiðsögumenn með aukin ökuréttindi (meirapróf) sem vilja bjóða upp á ferðir um landið í minni bifreiðum mega það ekki samkvæmt þeim reglugerðum sem eru í gildi. Stjórnvöld virðast frekar vilja að ferðamenn leigi sér bifreiðar og keyri reynslulausir um landið í aðstæðum sem þeir þekkja ekki. Leiðsögumaður með aukin ökuréttindi má heldur ekki setjast upp í bílaleigubíl og keyra þetta sama fólk. Nú í byrjun árs eru menn að vakna upp við þessa martröð því breytingin fór hljótt og endurnýjuð skoðun fæst ekki á ökutækin. Þá rignir fyrirspurnum yfir Samgöngustofu sem gerir lítið úr vanda hundraða einstaklinga og fyrirtækja. Að okkar mati hjá tækninefnd Félags leiðsögumanna er það bagalegt þegar helsti áhættuþáttur í rekstri er stjórnvöld og mun reglugerðarbreytingin líklega gera það að verkum að fleiri aki án leyfa. Þá er erfitt að gefa upp tekjur af því sem er ólöglegt og því líklegt að stjórnvöld verði af skatttekjum í greininni. Við höfum sent tillögur til þeirra ráðuneyta sem hafa með málið að gera og erum að bíða eftir að Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, þekkist boð okkar um fund.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á seinasta ári gerði Samgöngustofa upp á sitt eindæmi drög að breytingum á reglugerð er varðar akstur með ferðamenn eða hvaða bifreiðar geta talist hópferðabifreiðar. Þrátt fyrir varnaðarorð og breytingartillögur frá fjölda manns voru þessi drög samþykkt af innanríkisráðuneytinu næstum óbreytt. Þessi reglugerð gerir það að verkum að bifreiðar sem hefur verið breytt sérstaklega til að fá hópferðaleyfi fá nú ekki endurnýjun leyfis. Þá er rekstrargrundvöllur margra þessara fyrirtækja brostinn því þetta gerir atvinnutækin næstum verðlaus og býður ekki upp á að neitt komi í staðinn. Þær reglur sem í gildi voru fyrir breytingu voru mjög vitlausar og tími kominn til endurskoðunar en í þjóðfélagi sem er nú að takast á við ýmsar breytingar í ferðaþjónustu var frekar von á því að hópferðaleyfi væri auðsóttara og á óbreyttar bifreiðar en þannig hljóðaði tillaga til lagabreytinga sem ekki fékkst afgreidd á nýliðnu þingi. Gamla reglugerðin bauð upp á glufu sem margir hafa notfært sér og byggt sinn rekstur á. Þetta var að hækka þurfti bifreið um 10% frá götu umfram það sem framleiðandi gaf upp. Þetta var auðvitað arfavitlaust en bauð upp á að hægt væri að notast við 9 manna bifreiðar og minni til að keyra fólk um landið. Nú er hins vegar aðeins í boði að keyra fólk um landið á bifreiðum sem taka fleiri en 9 manns eða á jeppum sem eru á 33" (780 mm) stórum hjólbörðum hið minnsta. Samgöngustofa bendir á að í mörgum tilfellum sé hægt að skrá bifreiðina sem eðalvagn en sú reglugerð var rýmkuð þannig að fleiri bifreiðar falla undir þá skilgreiningu. Skilgreining á eðalvagni virðist vera samin með því að bleyta puttann og stinga honum upp í vindinn! Gerð er krafa m.a. um að dýri sé slátrað (leðurinnrétting) og að ökutæki með stök sæti skuli hafa armhvílur báðum megin! Þá fæst ekki eðalvagnaleyfi nema á eiganda bifreiðarinnar sem ekki má vera fyrirtæki. Þetta er mjög takmarkandi þáttur í rekstri og þegar kalla þarf til aðra bílstjóra. Fyrirtæki sem hefur notast við eigin 9 manna bifreiðar hefur því ekki lengur sama rekstrargrundvöll.Fyrir hverja er reglugerðin? Fyrir hverja eru þessar reglugerðir settar? Alveg víst að það er ekki fyrir hinn almenna ferðamann sem hefur engan áhuga á að vera í stórri rútu eða í risajeppa. Hér er m.a. verið að vernda leigubílafyrirtæki en það er allt á misskilningi byggt því þessir hópar eru ekki í samkeppni. Leiðsögumaður ekur með sína gesti eftir fyrirfram ákveðinni leiðarlýsingu og tekur ekki upp aðra farþega en þá sem hafa bókað fyrirfram. Leiðsögumenn með aukin ökuréttindi (meirapróf) sem vilja bjóða upp á ferðir um landið í minni bifreiðum mega það ekki samkvæmt þeim reglugerðum sem eru í gildi. Stjórnvöld virðast frekar vilja að ferðamenn leigi sér bifreiðar og keyri reynslulausir um landið í aðstæðum sem þeir þekkja ekki. Leiðsögumaður með aukin ökuréttindi má heldur ekki setjast upp í bílaleigubíl og keyra þetta sama fólk. Nú í byrjun árs eru menn að vakna upp við þessa martröð því breytingin fór hljótt og endurnýjuð skoðun fæst ekki á ökutækin. Þá rignir fyrirspurnum yfir Samgöngustofu sem gerir lítið úr vanda hundraða einstaklinga og fyrirtækja. Að okkar mati hjá tækninefnd Félags leiðsögumanna er það bagalegt þegar helsti áhættuþáttur í rekstri er stjórnvöld og mun reglugerðarbreytingin líklega gera það að verkum að fleiri aki án leyfa. Þá er erfitt að gefa upp tekjur af því sem er ólöglegt og því líklegt að stjórnvöld verði af skatttekjum í greininni. Við höfum sent tillögur til þeirra ráðuneyta sem hafa með málið að gera og erum að bíða eftir að Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, þekkist boð okkar um fund.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar