Handbolti

Omeyer hlóð í víkingaklappið með 15 þúsund æstum áhorfendum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frakkar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum HM í handbolta á heimavelli eftir 31-25 sigur á Slóvenum í undanúrslitum. Fimmtán þúsund stuðningsmenn Frakka voru á vellinum sem tóku allir víkingaklappið að leik loknum undir styrkri stjórn markmannsins vaska Thierry Omeyer.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er greinilegt að Omeyer hefur fylgst með Tólfunni og Aroni Einar Gunnarssyni, fyrirliða landsliðsins, en markmaðurinn ótrúlegi leiddi víkingaklappið af stakri snilld.

Frakkarnir í salnum tóku vel undir enda ættu þeir að þekkja víkingaklappið vel eftir frækna frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og stuðningsmanna þeirra á EM í knattspyrnu síðasta sumar.

Frakkar leika annaðhvort við frændur okkar Norðmenn eða Króatíu í úrslitaleiknum en þessi lið eigast við í seinni undanúrslitaleik mótsins annað kvöld.


Tengdar fréttir

Frakkar enn og aftur í úrslit

Frakkar eru komnir í úrslit á HM í handbolta eftir sex marka sigur á Slóvenum, 31-25, í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.