Landsmenn minntust Birnu Brjánsdóttur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 19:17 Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn í dag vegna göngu sem skipulögð var til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Fólk safnaðist saman við Hlemm um fjögurleytið og gekk síðan niður Laugaveginn og að Arnarhóli. Lögregla áætlar að fólksfjöldinn hafi verið á bilinu 6 til 7 þúsund manns þegar mest lét. Margir gestanna staðnæmdust við Laugaveg 31 og lögðu þar blóm en á þeim stað sást síðast til Birnu á lífi. Þegar á Arnarhól var komið var gerð mínútu þögn. Gestir og gangandi kveiktu á kertum og karlakórinn Esja söng. Segja má að Arnarhóll hafi logað í ljósaskiptunum en kertin skiptu hundruðum. Rætt var við vegfarendur sem staddir voru á Arnarhóli í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vildi sýna samstöðu. Mér finnst þjóðin hafa staðið saman á þessum erfiðu og sorglegu tímum og það er gott að geta komið og sýnt það í verki,“ sagði einn þeirraFyrstu kertin tendruð.vísir/ernirGangan var einkaframtak þriggja kvenna, þeirra Ninnu Körlu Katrínardóttur, Guðrúnar Brands og Bryndísar Óskar Oddgeirssdóttur. Ninna Karla sagði í samtali við Vísi að þær stöllur hafi ekki þekkt Birnu persónulega en þær hafi þrátt fyrir það fundið fyrir hvata til þess að minnast hennar á einhvern hátt. „Þetta er mál sem snerti við allri þjóðinni. Allir fylgdust með leitinni og allir fundu til þegar hún fannst. Við vildum með þessu votta henni virðingu og sýna fjölskyldu hennar og vinum samúð.“Þúsundir manna vottuðu Birnu virðingu sína síðdegis í dag.vísir/ernirKarlakórinn Esja söng.vísir/ernir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn í dag vegna göngu sem skipulögð var til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Fólk safnaðist saman við Hlemm um fjögurleytið og gekk síðan niður Laugaveginn og að Arnarhóli. Lögregla áætlar að fólksfjöldinn hafi verið á bilinu 6 til 7 þúsund manns þegar mest lét. Margir gestanna staðnæmdust við Laugaveg 31 og lögðu þar blóm en á þeim stað sást síðast til Birnu á lífi. Þegar á Arnarhól var komið var gerð mínútu þögn. Gestir og gangandi kveiktu á kertum og karlakórinn Esja söng. Segja má að Arnarhóll hafi logað í ljósaskiptunum en kertin skiptu hundruðum. Rætt var við vegfarendur sem staddir voru á Arnarhóli í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vildi sýna samstöðu. Mér finnst þjóðin hafa staðið saman á þessum erfiðu og sorglegu tímum og það er gott að geta komið og sýnt það í verki,“ sagði einn þeirraFyrstu kertin tendruð.vísir/ernirGangan var einkaframtak þriggja kvenna, þeirra Ninnu Körlu Katrínardóttur, Guðrúnar Brands og Bryndísar Óskar Oddgeirssdóttur. Ninna Karla sagði í samtali við Vísi að þær stöllur hafi ekki þekkt Birnu persónulega en þær hafi þrátt fyrir það fundið fyrir hvata til þess að minnast hennar á einhvern hátt. „Þetta er mál sem snerti við allri þjóðinni. Allir fylgdust með leitinni og allir fundu til þegar hún fannst. Við vildum með þessu votta henni virðingu og sýna fjölskyldu hennar og vinum samúð.“Þúsundir manna vottuðu Birnu virðingu sína síðdegis í dag.vísir/ernirKarlakórinn Esja söng.vísir/ernir
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent