Minnkum skaðann Þórir Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfirleitt hjúkrunarfræðingur eða læknir. Allir sem vilja fá aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu og almenna heilsufarsráðgjöf. Með því næst til fólks sem veigrar sér við að leita til heilsugæslunnar eða á spítala. Fólk sem sprautar vímuefnum í æð fær hreinar nálar og sprautur. Þetta kemur í veg fyrir smit. Það fær líka box undir óhreinar nálar, sem leiðir til þess að minna er um sprautubúnað á víðavangi. Margir þeirra sem leita til okkar eru illa nærðir. Í bíl Rauða krossins – sem við köllum frú Ragnheiði til heiðurs Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni Reykjavíkurdeildar – eru því orkustangir, safar og önnur næring. Stuðningur Rauða krossins við jaðarsett fólk er veittur í anda skaðaminnkunar, sem er hugmyndafræði sem byggir á virðingu og fordómaleysi. Stöðugt fleiri sækja í þennan stuðning; heimsóknir þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Fjölgun skjólstæðinga er ekki vegna þess að hópurinn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Grundvöllur trausts í garð okkar sjálfboðaliða er vilji þeirra til að hjálpa án þess um leið að dæma eða beita þrýstingi. Á næstunni viljum við efla þetta verkefni. Áður en árið er liðið ætlum við að fjölga sjálfboðaliðum og veita þjónustuna sjö daga vikunnar. Við ætlum að vinna með yfirvöldum til þess að geta skimað fyrir HIV og lifrarbólgu C, meðhöndlað sýkingar með því að veita sýklalyf, geta brugðist við bráðatilfellum og boðið konum upp á getnaðarvarnir. Eins og svo margt í starfi Rauða krossins byggir starfið á þeirri sannfæringu að ná þurfi til þeirra sem af einhverjum ástæðum fá ekki eða geta ekki nýtt sér opinbera þjónustu. Við finnum fyrir miklum stuðningi við skaðaminnkunarstarf okkar hjá hinu opinbera, sérstaklega í heilbrigðisráðuneytinu. Það hvetur okkur áfram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfirleitt hjúkrunarfræðingur eða læknir. Allir sem vilja fá aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu og almenna heilsufarsráðgjöf. Með því næst til fólks sem veigrar sér við að leita til heilsugæslunnar eða á spítala. Fólk sem sprautar vímuefnum í æð fær hreinar nálar og sprautur. Þetta kemur í veg fyrir smit. Það fær líka box undir óhreinar nálar, sem leiðir til þess að minna er um sprautubúnað á víðavangi. Margir þeirra sem leita til okkar eru illa nærðir. Í bíl Rauða krossins – sem við köllum frú Ragnheiði til heiðurs Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni Reykjavíkurdeildar – eru því orkustangir, safar og önnur næring. Stuðningur Rauða krossins við jaðarsett fólk er veittur í anda skaðaminnkunar, sem er hugmyndafræði sem byggir á virðingu og fordómaleysi. Stöðugt fleiri sækja í þennan stuðning; heimsóknir þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Fjölgun skjólstæðinga er ekki vegna þess að hópurinn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Grundvöllur trausts í garð okkar sjálfboðaliða er vilji þeirra til að hjálpa án þess um leið að dæma eða beita þrýstingi. Á næstunni viljum við efla þetta verkefni. Áður en árið er liðið ætlum við að fjölga sjálfboðaliðum og veita þjónustuna sjö daga vikunnar. Við ætlum að vinna með yfirvöldum til þess að geta skimað fyrir HIV og lifrarbólgu C, meðhöndlað sýkingar með því að veita sýklalyf, geta brugðist við bráðatilfellum og boðið konum upp á getnaðarvarnir. Eins og svo margt í starfi Rauða krossins byggir starfið á þeirri sannfæringu að ná þurfi til þeirra sem af einhverjum ástæðum fá ekki eða geta ekki nýtt sér opinbera þjónustu. Við finnum fyrir miklum stuðningi við skaðaminnkunarstarf okkar hjá hinu opinbera, sérstaklega í heilbrigðisráðuneytinu. Það hvetur okkur áfram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar