Minnkum skaðann Þórir Guðmundsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfirleitt hjúkrunarfræðingur eða læknir. Allir sem vilja fá aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu og almenna heilsufarsráðgjöf. Með því næst til fólks sem veigrar sér við að leita til heilsugæslunnar eða á spítala. Fólk sem sprautar vímuefnum í æð fær hreinar nálar og sprautur. Þetta kemur í veg fyrir smit. Það fær líka box undir óhreinar nálar, sem leiðir til þess að minna er um sprautubúnað á víðavangi. Margir þeirra sem leita til okkar eru illa nærðir. Í bíl Rauða krossins – sem við köllum frú Ragnheiði til heiðurs Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni Reykjavíkurdeildar – eru því orkustangir, safar og önnur næring. Stuðningur Rauða krossins við jaðarsett fólk er veittur í anda skaðaminnkunar, sem er hugmyndafræði sem byggir á virðingu og fordómaleysi. Stöðugt fleiri sækja í þennan stuðning; heimsóknir þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Fjölgun skjólstæðinga er ekki vegna þess að hópurinn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Grundvöllur trausts í garð okkar sjálfboðaliða er vilji þeirra til að hjálpa án þess um leið að dæma eða beita þrýstingi. Á næstunni viljum við efla þetta verkefni. Áður en árið er liðið ætlum við að fjölga sjálfboðaliðum og veita þjónustuna sjö daga vikunnar. Við ætlum að vinna með yfirvöldum til þess að geta skimað fyrir HIV og lifrarbólgu C, meðhöndlað sýkingar með því að veita sýklalyf, geta brugðist við bráðatilfellum og boðið konum upp á getnaðarvarnir. Eins og svo margt í starfi Rauða krossins byggir starfið á þeirri sannfæringu að ná þurfi til þeirra sem af einhverjum ástæðum fá ekki eða geta ekki nýtt sér opinbera þjónustu. Við finnum fyrir miklum stuðningi við skaðaminnkunarstarf okkar hjá hinu opinbera, sérstaklega í heilbrigðisráðuneytinu. Það hvetur okkur áfram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju kvöldi nema laugardaga aka þrír sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík um götur höfuðborgarsvæðisins og bjóða upp á lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu. Í hverri ferð er að minnsta kosti einn sjálfboðaliðinn heilbrigðismenntaður – yfirleitt hjúkrunarfræðingur eða læknir. Allir sem vilja fá aðhlynningu sára, umbúðaskipti, blóðþrýstingsmælingu og almenna heilsufarsráðgjöf. Með því næst til fólks sem veigrar sér við að leita til heilsugæslunnar eða á spítala. Fólk sem sprautar vímuefnum í æð fær hreinar nálar og sprautur. Þetta kemur í veg fyrir smit. Það fær líka box undir óhreinar nálar, sem leiðir til þess að minna er um sprautubúnað á víðavangi. Margir þeirra sem leita til okkar eru illa nærðir. Í bíl Rauða krossins – sem við köllum frú Ragnheiði til heiðurs Ragnheiði Guðmundsdóttur, fyrrverandi formanni Reykjavíkurdeildar – eru því orkustangir, safar og önnur næring. Stuðningur Rauða krossins við jaðarsett fólk er veittur í anda skaðaminnkunar, sem er hugmyndafræði sem byggir á virðingu og fordómaleysi. Stöðugt fleiri sækja í þennan stuðning; heimsóknir þrefölduðust á síðasta ári miðað við árið á undan. Fjölgun skjólstæðinga er ekki vegna þess að hópurinn hafi stækkað heldur vegna þess að traust þeirra til okkar hefur aukist. Grundvöllur trausts í garð okkar sjálfboðaliða er vilji þeirra til að hjálpa án þess um leið að dæma eða beita þrýstingi. Á næstunni viljum við efla þetta verkefni. Áður en árið er liðið ætlum við að fjölga sjálfboðaliðum og veita þjónustuna sjö daga vikunnar. Við ætlum að vinna með yfirvöldum til þess að geta skimað fyrir HIV og lifrarbólgu C, meðhöndlað sýkingar með því að veita sýklalyf, geta brugðist við bráðatilfellum og boðið konum upp á getnaðarvarnir. Eins og svo margt í starfi Rauða krossins byggir starfið á þeirri sannfæringu að ná þurfi til þeirra sem af einhverjum ástæðum fá ekki eða geta ekki nýtt sér opinbera þjónustu. Við finnum fyrir miklum stuðningi við skaðaminnkunarstarf okkar hjá hinu opinbera, sérstaklega í heilbrigðisráðuneytinu. Það hvetur okkur áfram. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar