Þorgerður Katrín: „Sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. janúar 2017 10:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Eyþór „Ég sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. „Það er að mínu mati útilokað. Þetta er málefni samningsaðila, sjómanna og útgerðarmanna, og það er þeirra að leysa það. Ég bind líka vonir við að það sé ákveðinn gangur á málinu núna. En þetta er mál samningsaðila fyrst og fremst og löggjafinn á ekki að blanda sér í þessa kjaradeilu, segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Hún segir nýja ráðherraembættið leggjast vel í sig, um sé að ræða gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar sem hana hlakkar að takast á við.Ráðuneytið sem höfðaði mest til hennar Spurð hvort að hún hafi sóst eftir því að verða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða hvort hún hafi verið beðin um að taka við þessu embætti segir hún að það hafi í raun verið sitt lítið af hverju. „Þegar lá fyrir að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði þá leyni ég því ekki að af þessum þremur ráðuneytum sem okkur í Viðreisn stóð til boða var þetta það sem höfðaði mest til mín,“ segir Þorgerður. Hún segir stærstu málefnin sem hún þurfi að takast á við þegar hún hefur störf að ná sátt um sjávarútveginn og halda áfram að byggja upp landbúnaðinn.Markaðsleiðin ekki af borðinu Viðreisn talaði fyrir markaðsleiðinni í kosningabaráttunni þar sem var rætt um að um 3 - 5 prósent af heildarkvóta sem er úthlutað ár hvert verði boðinn upp árlega á markaðsvirði. Þorgerður segir þessa hugmynd enn þá á borði Viðreisnar. „Hún er ein af þeim leiðum sem verður tvímælalaust skoðuð. Þetta eru verkefni sem ég mun fara yfir á næstu dögum og vikum. Það liggur alveg fyrir að til að ná sáttinni þarf að fara í ákveðnar breytingar og við ætlum að skoða hvaða breytingar eru raunhæfar og mikilvægar og vonandi fáum við líka að leita til annarra stjórnmálaflokka hvað það varðar. Það er lykilatriði til lengri tíma að fá stöðugleika um atvinnugreinina og það fæst ekki nema þjóðin verði sáttari með heildarmyndina af sjávarútveginum, en hins vegar getur þjóðin verið stolt af sjávarútveginum eins og hann er rekinn í dag.“Munu skoða marga þætti kerfisins Spurð hvað hún sjái fyrir sér þegar kemur að strandveiðum segist hún geta haft skoðanir á öllu. „En forgangsatriðið varðandi sjávarútveginn er að ná meiri sátt um stóru myndina. Að sjálfsögðu munum við skoða ákveðna þætti varðandi strandveiðina. Það er sjálfsagt og eðlilegt hvernig er hægt að fá sem mest út úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þar munum við skoða strandveiðar og byggðakvóta og ýmislegt fleira. En stóra myndin er sú að heildarkerfi sjávarútvegsins verði til að styðja áfram til verðmætasköpunar innan sjávarútvegsins en líka til að þjóðin verði enn stoltari af sjávarútveginum. Endurskoðun búvörusamnings stórt verkefni Endurskoðun búvörusamnings býður Þorgerðar Katrínar þegar hún hefur störf. „Það er stórt og skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég mun fara í það að endurskipuleggja nefndina sem endurskoðar búvörusamninginn til að fá breiðari sjónarhorn á endurskoðunina. En það er stefnt að því að við klárum þessa endurskoðun allavega fyrir 2019, ég vonast til að það verði gert fyrr,“ segir Þorgerður. Hún tekur hins vegar fram að þetta þurfi að gerast í samvinnu sem er þemastefið í ríkisstjórninni. „Við ætlum að reyna að gera sem mest í samvinnu og samtali til að ná fram betri sátt. Minna af átökum, meira af samvinnu og tali. Svo verðum við á endanum að taka ákvarðanir og það er auðveldara að taka þær þegar við erum búin að tala saman og vinna einhvern grunn.“ Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
„Ég sé ekki fyrir mér að við setjum lög á sjómenn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna. „Það er að mínu mati útilokað. Þetta er málefni samningsaðila, sjómanna og útgerðarmanna, og það er þeirra að leysa það. Ég bind líka vonir við að það sé ákveðinn gangur á málinu núna. En þetta er mál samningsaðila fyrst og fremst og löggjafinn á ekki að blanda sér í þessa kjaradeilu, segir Þorgerður Katrín í samtali við Vísi. Hún segir nýja ráðherraembættið leggjast vel í sig, um sé að ræða gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar sem hana hlakkar að takast á við.Ráðuneytið sem höfðaði mest til hennar Spurð hvort að hún hafi sóst eftir því að verða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða hvort hún hafi verið beðin um að taka við þessu embætti segir hún að það hafi í raun verið sitt lítið af hverju. „Þegar lá fyrir að þetta ríkisstjórnarsamstarf yrði þá leyni ég því ekki að af þessum þremur ráðuneytum sem okkur í Viðreisn stóð til boða var þetta það sem höfðaði mest til mín,“ segir Þorgerður. Hún segir stærstu málefnin sem hún þurfi að takast á við þegar hún hefur störf að ná sátt um sjávarútveginn og halda áfram að byggja upp landbúnaðinn.Markaðsleiðin ekki af borðinu Viðreisn talaði fyrir markaðsleiðinni í kosningabaráttunni þar sem var rætt um að um 3 - 5 prósent af heildarkvóta sem er úthlutað ár hvert verði boðinn upp árlega á markaðsvirði. Þorgerður segir þessa hugmynd enn þá á borði Viðreisnar. „Hún er ein af þeim leiðum sem verður tvímælalaust skoðuð. Þetta eru verkefni sem ég mun fara yfir á næstu dögum og vikum. Það liggur alveg fyrir að til að ná sáttinni þarf að fara í ákveðnar breytingar og við ætlum að skoða hvaða breytingar eru raunhæfar og mikilvægar og vonandi fáum við líka að leita til annarra stjórnmálaflokka hvað það varðar. Það er lykilatriði til lengri tíma að fá stöðugleika um atvinnugreinina og það fæst ekki nema þjóðin verði sáttari með heildarmyndina af sjávarútveginum, en hins vegar getur þjóðin verið stolt af sjávarútveginum eins og hann er rekinn í dag.“Munu skoða marga þætti kerfisins Spurð hvað hún sjái fyrir sér þegar kemur að strandveiðum segist hún geta haft skoðanir á öllu. „En forgangsatriðið varðandi sjávarútveginn er að ná meiri sátt um stóru myndina. Að sjálfsögðu munum við skoða ákveðna þætti varðandi strandveiðina. Það er sjálfsagt og eðlilegt hvernig er hægt að fá sem mest út úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þar munum við skoða strandveiðar og byggðakvóta og ýmislegt fleira. En stóra myndin er sú að heildarkerfi sjávarútvegsins verði til að styðja áfram til verðmætasköpunar innan sjávarútvegsins en líka til að þjóðin verði enn stoltari af sjávarútveginum. Endurskoðun búvörusamnings stórt verkefni Endurskoðun búvörusamnings býður Þorgerðar Katrínar þegar hún hefur störf. „Það er stórt og skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég mun fara í það að endurskipuleggja nefndina sem endurskoðar búvörusamninginn til að fá breiðari sjónarhorn á endurskoðunina. En það er stefnt að því að við klárum þessa endurskoðun allavega fyrir 2019, ég vonast til að það verði gert fyrr,“ segir Þorgerður. Hún tekur hins vegar fram að þetta þurfi að gerast í samvinnu sem er þemastefið í ríkisstjórninni. „Við ætlum að reyna að gera sem mest í samvinnu og samtali til að ná fram betri sátt. Minna af átökum, meira af samvinnu og tali. Svo verðum við á endanum að taka ákvarðanir og það er auðveldara að taka þær þegar við erum búin að tala saman og vinna einhvern grunn.“
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira