Guðjón Valur: „Ég brást kannski aðeins of harkalega við“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2017 14:42 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í gær en svolítið pirraður eftir leik. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður RÚV, grafa stríðsöxina í viðtali sem birt var á Twitter-síðu íþróttadeildar RÚV nú fyrir skömmu. Guðjóni leiddist mjög spurning Þorkels eftir leik í gærkvöldi um hinn víðfræga „slæma kafla“ íslenska liðsins sem var svo sannarlega til staðar í seinni hálfleik. Spánverjar skoruðu mest sex mörk í röð og unnu leikinn, 27-21, eftir að Ísland var 12-10 yfir í hálfleik.Sjá einnig:Guðjón Valur: „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ „Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig. Þetta er dautt, ef ekki á þessari öld þá [...],“ sagði fyrirliðinn þá. Jú, jú, við getum byrjað á þessu aftur. Allt í lagi, frábært. Slæmi kaflinn, hann drap okkur,“ sagði Guðjón Valur eftir tapið í gærkvöldi.Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017 Þorkell Gunnar lét þetta ekkert slá sig út af laginu og ræddi aftur við landsliðsfyrirliðann í dag á hittingi landsliðsmanna og fréttamanna þar sem Guðjón Valur sá svolítið eftir því hvernig hann brást við. „Nú er slæmi kaflinn búinn. Ég brást kannski aðeins of harkalega við en það fer aðeins í taugarnar á mér þegar við Íslendingar persónugerum þennan slæma kafla,“ segir Guðjón Valur brosandi.Sjá einnig:Sorg á Twitter í seinni hálfleik: „Slæmi kaflinn, góða kvöldið“ „Ég vill forða ungu strákunum frá því að þurfa að takast á við þetta í framtíðinni. Slæmi kaflinn var hjá Spánverjum í fyrri hálfleik og hjá okkur í þeim síðari. Við erum góðir held ég áfram.“ Þorkell spurði Guðjón hvort hann ætti ekki bara að spyrja betri spurninga. „Alls ekki. Þú ert í þinni vinnu og ég í minni vinnu. Það er ágætt að nuddast stundum en svo klárum við þetta bara eins og menn eftir á,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. Myndband af þessum sættum má sjá hér að neðan.Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56 Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30 „Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðjón Valur: Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig Logi Geirsson segir að landsliðsfyrirliðinn verði að þola spurningar eins og hann fékk eftir leikinn gegn Spáni í gær. 13. janúar 2017 07:56
Frábær frumraun Arnars Freys: Nýr Rússajeppi sem verður á línunni næstu fimmtán árin Sérfræðingur íþróttadeildar 365 segir að það verði erfitt að finna betri frumraun á heimsmeistaramóti en fyrsta leik íslenska línumannsins. 13. janúar 2017 11:30
„Geta ekki skipað mér að fara úr skónum í miðjum leik“ Guðjón Valur Sigurðsson styður réttindabaráttu LGBTI+ fólks með því að skarta regnbogafánanum á skónum sínum. 13. janúar 2017 12:00