Guðni Th.: Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2017 13:15 Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fylgist með íslenska landsliðinu á HM i handbolta. Vísir/EPA Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í stóru viðtali við heimasíðu Alþjóðahandboltasambandsins þar sem er meðal annars farið vel yfir handboltaáhuga forsetans. Guðni Th. Jóhannesson talar fyrst um það í viðtalinu hvernig góður árangur íslenskra íþróttamanna er góð auglýsing fyrir Ísland á alþjóðlegum vettvangi. „Íþróttirnar geta sameinað fólk á svo jákvæðan hátt. Fyrir litla þjóð eins og Ísland þá er nokkuð öruggt að hver og einn þekkir einhvern í landsliðinu. Hann er kannski í fjölskyldunni eða gamall skólafélagi,“ segir Guðni. „Við höfum náð frábærum árangri í liðsíþróttum eins og í handbolta, fótbolta og körfubolta. Með fullri virðingu fyrir þeim öllum þá voru það handboltastrákarnir sem fyrstir náðu góðum árangri á alþjóðavísu. Það er því sérstök tenging þar,“ segir Guðni. Guðni var spurður út í minningar sínar frá því að Ísland vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. „Ég var á Íslandi þá og man frekar eftir undanúrslitaleiknum en úrslitaleiknum. Ég man meira segja eftir sumum mörkunum og markvörslunum,“ segir Guðni í viðtalinu og nefnir meðal annars eitt marka Loga Geirssonar í undanúrslitaleiknum á móti Spáni. Guðni Th. er síðan spurður út í tengsl sín við handboltann því það fór ekkert framhjá blaðamanninum að Guðni hefur mikla ástríðu fyrir handboltanum. „Ég horft á handbolta alla ævi. Ég fæddist næstum því með handbolta í hendinni. Ég kem frá handboltafjölskyldu. Tveir yngri bræður mínir spiluðu handbolta og faðir minn var handboltaþjálfari. Ég á margar góðar minningar úr handboltanum og flestar þeirra á Íslandi,“ sagði Guðni. Guðni talar einnig um HM á Íslandi 1995 í þessu viðtali. „Ég fór á nokkra leiki. Þetta voru tímamót fyrir Ísland sem íþróttaþjóð og við vorum mjög ánægð með að sýna að við gætum haldið svona stórt mót í okkar landi,“ segir Guðni en bætir við: „Það hafði þó ekki góð áhrif á áhugann að liðinu gekk ekki vel inn á vellinum. Við stóðum okkur ekki eins vel og við vonuðumst til. Bróðir minn var í íslenska landsliðinu og ég man vel eftir vonbrigðum hans,“ segir Guðni . Guðni er líka spurður út í velgengni íslensku handboltaþjálfaranna síðustu ár og handboltaferilinn hjá honum sjálfum. „Ég spilaði margar stöður sem krakki en var oftast leikstjórnandi. Ég hætt að æfa sextán eða sautján ára. Ég hafði mjög gaman af handbolta en gerði mér grein fyrir því að ég yrði ekki einn af þeim bestu,“ segir Guðni en segir líka frá því þegar hann spilaði handbolta á námsárum hans í Englandi. „Ég vann þá Midlands Cup eitt árið og grínaðist með það við bróður minn, sem á yfir 200 landsleiki fyrir Ísland, að það væri bikar sem hann myndi aldrei vinna,“ sagði Guðni léttur.Það má lesa allt viðtalið við forsetann hér.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira