Handbolti

Þjóðverjar geta horft á landsliðið á Youtube

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dagur og lærisveinar hans verða í beinni á netinu.
Dagur og lærisveinar hans verða í beinni á netinu. vísir/getty
Nokkrum dögum fyrir HM í handbolta er búið að bjarga því að Þjóðverjar geti séð landsliðið sitt spila á mótinu.

Útlitið var orðið ansi dökkt er DKB-bankinn bjargaði málunum og keypti réttinn af mótinu. Sami banki er aðalstyrktaraðili þýsku úrvalsdeildarinnar.

Það verður þó ekki í boði í sjónvarpinu í Þýskalandi heldur verða leikir þýska liðsins í beinni á netinu í samstarfi við Youtube. Þjóðverjar þurfa ekki að greiða fyrir að horfa á Dag Sigurðsson og þýska liðið.

Svo er líka spurning hvort það verði hægt að horfa á leikina í hraðbanka eins og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Balingen, veltir upp í Twitter-færslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×