Má ég kyssa þig? Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Lilja Gísladóttir skrifar 8. desember 2017 09:00 Ást og hrifning af annarri manneskju á aldrei samleið með ofbeldi. Hvort sem um er að ræða bein samskipti eða á netinu. Ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í nánu sambandi á oft erfitt með að gera greinarmun á því hvað eru heilbrigð og/eða óheilbrigð samskipti. Ef gerð væri handbók fyrir ungt fólk í nánum samböndum væri nauðsynlegt að hafa kafla um virðingu og traust, þar sem fjallað væri um mikilvægi samþykkis eins og til dæmis fyrir kossum og kynlífi. Bjarkarhlíð mistöð fyrir þolendur ofbeldis tekur þátt í sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. En undanfarið hefur mikil vitundarvakning átt sér stað um afleiðingar ofbeldis. Fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar ef það hefur sætt ofbeldi í einhverri mynd. Markmið fræðslu um og þekkingar á ofbeldi er að koma í veg fyrir ofbeldið og að það endurtaki sig. Fræðsla fyrir ungt fólk um heilbrigð sambönd og að rödd þeirra skipti máli þegar kemur að því að setja mörk er mikilvæg. Upplýsingar fyrir ungt fólk um skaðsemi ofbeldis og hvað sé ofbeldi í nánum samböndum verða að vera aðgengilegar. Að vera undir stöðugu eftirliti og að fylgst sé með ferðum þínum í gegnum SMS eða samfélagsmiðla er andlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar þér er bannað að hitta vini þína eða stunda vinnu eða komið er í veg fyrir það að þú gerir það sem þig langar með niðrandi athugasemdum. Krafa um öruggt kynlíf og rétt til þess að mörk séu virt á alltaf rétt á sér. Það er andlegt ofbeldi ef sá sem þú ert í nánu sambandi við skammar þig, öskrar á þig, uppnefnir þig eða gerir lítið úr þér. Andlegt ofbeldi getur þróast mjög fljótt yfir í lífshættulegt líkamlegt ofbeldi ef ekkert er gert til að stöðva það. Það er áríðandi að ungt fólk læri að þekkja hættumerki ofbeldis frá upphafi þannig að fyrstu skrefin í nýju sambandi séu tekin af öryggi og vissu. Fræðsla um kynlíf og náin samskipti fer oft fram á internetinu og í sjónvarpi. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk fái sína fyrstu fræðslu um kynlíf og náin samskipti í gegnum klám. Í klámi eru niðrandi framkoma og talsmáti sýnd sem eðlilegur hluti af kynlífi, getnaðarvarnir þekkjast ekki og ekkert samband er milli tilfinninga og kynlífs. Þegar fyrstu kynni ungs fólks af kynlífi er í gegnum klám er hætta á því að ofbeldi verði eðlilegur partur af kynlífi í huga þeirra og að ekki sé gerður greinarmunur á milli kynferðisofbeldis og kynlífs. Stafrænt ofbeldi getur einnig verið afleiðing af klámnotkun eða tengingu við klám, þegar þrýst er á einstakling að skiptast á kynferðislegum myndum eða skilaboðum. Þannig geta ljósmyndir og/eða aðrar persónulegar upplýsingar endað inn á vefsvæðum þar sem fólk hefur enga stjórn á aðstæðum lengur. Höfum í huga að ofbeldi í nánum samböndum getur byrjað á unglingsaldri og enst út ævina. Þolendur ofeldisins eru oft félagslega einangraðir og því getur verið erfitt fyrir þolendur að leita sér aðstoðar. Gerum allt til að koma í veg fyrir ofbeldi og tökum saman afstöðu gegn ofbeldi.Höfundar eru verkefnastjóri Bjarkarhlíðar og mastersnemi í félagsráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ást og hrifning af annarri manneskju á aldrei samleið með ofbeldi. Hvort sem um er að ræða bein samskipti eða á netinu. Ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref í nánu sambandi á oft erfitt með að gera greinarmun á því hvað eru heilbrigð og/eða óheilbrigð samskipti. Ef gerð væri handbók fyrir ungt fólk í nánum samböndum væri nauðsynlegt að hafa kafla um virðingu og traust, þar sem fjallað væri um mikilvægi samþykkis eins og til dæmis fyrir kossum og kynlífi. Bjarkarhlíð mistöð fyrir þolendur ofbeldis tekur þátt í sextán daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. En undanfarið hefur mikil vitundarvakning átt sér stað um afleiðingar ofbeldis. Fólk er hvatt til að afla sér upplýsinga og leita sér hjálpar ef það hefur sætt ofbeldi í einhverri mynd. Markmið fræðslu um og þekkingar á ofbeldi er að koma í veg fyrir ofbeldið og að það endurtaki sig. Fræðsla fyrir ungt fólk um heilbrigð sambönd og að rödd þeirra skipti máli þegar kemur að því að setja mörk er mikilvæg. Upplýsingar fyrir ungt fólk um skaðsemi ofbeldis og hvað sé ofbeldi í nánum samböndum verða að vera aðgengilegar. Að vera undir stöðugu eftirliti og að fylgst sé með ferðum þínum í gegnum SMS eða samfélagsmiðla er andlegt ofbeldi. Það er andlegt ofbeldi þegar þér er bannað að hitta vini þína eða stunda vinnu eða komið er í veg fyrir það að þú gerir það sem þig langar með niðrandi athugasemdum. Krafa um öruggt kynlíf og rétt til þess að mörk séu virt á alltaf rétt á sér. Það er andlegt ofbeldi ef sá sem þú ert í nánu sambandi við skammar þig, öskrar á þig, uppnefnir þig eða gerir lítið úr þér. Andlegt ofbeldi getur þróast mjög fljótt yfir í lífshættulegt líkamlegt ofbeldi ef ekkert er gert til að stöðva það. Það er áríðandi að ungt fólk læri að þekkja hættumerki ofbeldis frá upphafi þannig að fyrstu skrefin í nýju sambandi séu tekin af öryggi og vissu. Fræðsla um kynlíf og náin samskipti fer oft fram á internetinu og í sjónvarpi. Það er mikið áhyggjuefni að ungt fólk fái sína fyrstu fræðslu um kynlíf og náin samskipti í gegnum klám. Í klámi eru niðrandi framkoma og talsmáti sýnd sem eðlilegur hluti af kynlífi, getnaðarvarnir þekkjast ekki og ekkert samband er milli tilfinninga og kynlífs. Þegar fyrstu kynni ungs fólks af kynlífi er í gegnum klám er hætta á því að ofbeldi verði eðlilegur partur af kynlífi í huga þeirra og að ekki sé gerður greinarmunur á milli kynferðisofbeldis og kynlífs. Stafrænt ofbeldi getur einnig verið afleiðing af klámnotkun eða tengingu við klám, þegar þrýst er á einstakling að skiptast á kynferðislegum myndum eða skilaboðum. Þannig geta ljósmyndir og/eða aðrar persónulegar upplýsingar endað inn á vefsvæðum þar sem fólk hefur enga stjórn á aðstæðum lengur. Höfum í huga að ofbeldi í nánum samböndum getur byrjað á unglingsaldri og enst út ævina. Þolendur ofeldisins eru oft félagslega einangraðir og því getur verið erfitt fyrir þolendur að leita sér aðstoðar. Gerum allt til að koma í veg fyrir ofbeldi og tökum saman afstöðu gegn ofbeldi.Höfundar eru verkefnastjóri Bjarkarhlíðar og mastersnemi í félagsráðgjöf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar