Jesús, jólin og skólinn Dögg Harðardóttir skrifar 8. desember 2017 07:00 Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Einu sinni var maður sem hataði kristið fólk. Hann gekk svo langt að hann vildi drepa það. Hann taldi þessa kristnu kenningu mesta bull sem hann hefði heyrt og svo hættulega að það þyrfti að stöðva þá sem aðhylltust hana. Honum varð nokkuð ágengt þangað til sá sem hann ofsótti ákvað að skerast sjálfur í leikinn. Þegar Jesús sjálfur spurði reiða manninn hvers vegna hann væri að ofsækja sig varð fátt um svör. Honum rann hins vegar reiðin. Þessi reynsla olli því að maðurinn varð einn öflugasti fylgismaður Jesú og hefur hann allar götur síðan verið þekktur undir nafninu Páll postuli. Þessi saga kom mér í hug þegar ég las, enn eina aðventuna, áróður gegn kirkjuheimsóknum á skólatíma. Það virðist ekki vera nóg að bjóða börnum val um hvort þau fari í kirkju eða ekki, heldur vilja þeir sem eru á móti Jesú alls ekki að annarra manna börn fari heldur. Þetta heitir stjórnsemi. Reynt er að ala á þeirri skoðun að trú sé einkamál. Trú má og á að vera einkamál þeirra sem vilja ekki opinbera trú sína, en það er jafn mikilvægt að styðja þau börn sem eru trúuð og leyfa þeim að finna að skólasamfélagið líti ekki á trú sem hættulega. Í þessu birtist umburðarlyndi. Það er ástæða fyrir því að Mannréttindasáttmáli Evrópu skuli tryggja rétt fólks til trúar og trúariðkunar. Það er einmitt til að forðast þöggun. Þöggun elur á fordómum. Við höfum fordóma gagnvart því sem við þekkjum ekki. Eðlilegt er að skólasamfélagið fagni fjölbreytileikanum og börnum sé kennt frá upphafi að það sé eðlilegt að það séu ekki allir sömu trúar eða skoðana. Jesús var einn öflugasti mannréttindafrömuður sem heimurinn hefur alið. Það er útilokað að segjast styðja mannréttindi en vinna gegn áhrifum og kenningu Jesú Krists. Enginn annar hefur gengið jafn langt í að sýna í verki hvernig elska skuli óvini sína. Ég er ein þeirra sem tel að Jesús hafi sagt satt. En þó svo að aðrir telji hann hafa sagt ósatt og vilji afmá spor hans í skólastarfi á aðventunni þá er siðferðisboðskapur hans þess virði að gefa gaum að og kenna. Enginn annar leiðtogi, hvorki fyrr né síðar, hefur náð svo langt að tímatal hins vestræna heims sé miðað við fæðingu hans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar