Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu nauman sigur á Val 29-25 í Valshöllinni í dag eftir kaflaskiptan leik en á sama tíma vann ÍBv sigur gegn Fylki.
Gestirnir úr Garðabænum byrjuðu annars kaflaskiptan leik af krafti og leiddu með sex mörkum um tíma í fyrri hálfleik en Valskonur gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 14-11 fyrir lok fyrri hálfleiks.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Valshöllinni og smellti af myndunum sem sjá má hér fyrir neðan.
Valskonur náðu forskotinu í seinni hálfleik og leiddu stóran hluta hálfleiksins en Garðbæingar náðu aftur takti undir lokin og sigldu sigrinum heim.
Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Valskvenna með níu mörk en í liði Hauka voru það þær Ramune Pekarskyte með ellefu mörk og Þórey Anna Ásgeirsdóttir með tíu mörk sem léku stærstan hluta í sóknarleiknum.
Það var ekki sama spenna í leik Fylkis og ÍBv í Árbænum í dag en þótt að ungt og efnilegt Fylkislið næði að halda aðeins í við Eyjakonur framan af lauk leiknum með stórsigri.
Var staðan 8-12 fyrir ÍBV stuttu fyrir leikslok en átta mörk Eyjakvenna í röð gerðu út um leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks.
Irma Jónsdóttir var markahæst í liði Fylkis með átta mörk en Karólína Bæhrenz var atkvæðamest í liði Eyjakvenna með átta mörk.
Bikarmeistararnir áfram eftir kaflaskiptan leik | ÍBV keyrði yfir Fylkiskonur

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
