Fóru fjallabaksleiðina á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2017 06:00 Íslensku strákarnir fagna sigrinum góða á Úkraínu og sætinu á EM: vísir/anton Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló. EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira