Axel: Bara naglar sem standa í markinu í stuttbuxum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:17 Axel Stefánsson var ánægður með margt. vísir/stefán Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45