Axel: Bara naglar sem standa í markinu í stuttbuxum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2017 20:17 Axel Stefánsson var ánægður með margt. vísir/stefán Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta hófu leik í undankeppni EM 2018 í kvöld með sjö marka tapi, 30-23, á móti Tékklandi. Ílenska liðið hélt í við það tékkneska framan af og var að spila ágætlega en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. Stelpurnar okkar sýndu engu að síður flotta spilamennsku á köflum. „Við spiluðum fyrstu 25 mínúturnar vel en síðan gerðum við of mikið af einföldum tæknifeilum. Við gerðum ekki marga en þeir sem við gerðum voru of einfaldir,“ segir Axel Stefánsson, landsliðsþjálfari, en Vísir heyrði í honum hljóðið skömmu eftir leik. „Við vorum mikið í undirtölu og að fá á okkur mörk þá og slíkt. Það vantaði svolítið upp á reynsluna að ná í fríköstin og nýta tímann.“ „Seinni hálfleikurinn varð svolítill eltingarleikur á köflum en við spiluðum hann um margt ágætlega. Það vantaði smá takt í sóknarleikinn en við þurfum að bæta slæman kaflan. Þegar við dettum niður má sá kafli ekki vera svona slæmur og ekki svona langur,“ segir Axel.Ungar stelpur með ábyrgð Sóknarleikur íslenska liðsins hefur verið mjög stirrður um langa hríð en stelpurnar spiluðu á köflum fínan og hraðan bolta í kvöld. „Mér finnst við vera ná betri og meiri hraða í sóknarleikinn og tímasetningarnar eru betri. Við erum að komast í fín færi og ná meira línuspili en síðan dettum við aðeins inn á slæmar línusendingar þar sem við þurfum að velja betur,“ segir Axel. „Það sem við þurfum að gera er að refsa meira með hraðaupphlaupum. Við þurfum að vera grimmari að keyra í bakið á þessum liðum. Ég er mest svekktur með að hafa ekki refsað Tékkunum meira í kvöld þegar að við náum góðri stöðu á vellinum.“ Ungar stelpur eru komnar með ábyrgðarhlutverk í íslenska liðinu og það er margt sem Axel tekur jákvætt út úr tapinu. „Við erum með Lovísu Thompson þarna 17 ára með mikla ábyrgð og svo er Andrea Jacobsen að spila líka 19 ára. Þær fá helling af reynslu út úr þessu að spila á útivelli gegn einu af tíu bestum liðum Evrópu. Það er margt jákvætt sem við tökum með okkur úr þessum leik,“ segir Axel. Buxnaval íslensku markvarðanna vakti athygli í kvöld en bæði Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir spiluðu í stuttbuxum. „Þær eru helvíti harðar. Það eru bara naglar sem standa á stuttbuxum í markinu. Ég veit nú ekki alveg söguna á bakvið þetta en Hafdís hefur spilað í stuttbuxum í Danmörku í vetur. Þær byrjuðu á þessu í sumar í æfingaferðinni,“ segir Axel Stefánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 30-23 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Ísland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni fyrir EM kvenna í handbolta 2018, en liðið tapaði fyrir Tékklandi ytra í dag, 30-23. Staðan var 15-11 Tékkum í vil í hálfleik. 27. september 2017 19:45
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita