

Faxaflóahafnir og lögmál frumskógarins
Mengun frá iðjuverunum á Grundartanga hefur haft verulega neikvæð áhrif á lífríkið, búskap, heilsu dýra, ferðaþjónustu, útivist og lífsgæði íbúa við allan Hvalfjörð, sem er ekki lengur hreint svæði. Mengandi efni í andrúmslofti, vatni, gróðri og lífverum eru í boði Faxaflóahafna. Þau sveitarfélög sem einnig eiga hlut í Faxaflóahöfnum virðast til í hvað sem er, séu peningar í boði. Þá er ekki verið að velta fyrir sér „smámunum“ svo sem mati á umhverfisáhrifum eða rækilegri úttekt á afleiðingum mengunarinnar. Menn virðast tilbúnir til að trúa hverju sem er og skýla sér á bak við innlendar eftirlitsstofnanir sem hafa sýnt að þær láta hvorki náttúruna njóta vafans né leggjast í rannsóknir sem staðfest geti að hið mikla umburðarlyndi þeirra gagnvart mengandi iðjuverum sé réttlætanlegt.
Nítjándi september síðastliðinn markaði tímamót varðandi stóriðju hérlendis, en þann dag féll Silicor Materials formlega frá samningum við Faxaflóahafnir um aðstöðu fyrir iðjuver sitt á Grundartanga. Áður hafði Silicor Materials, sem dregur sögulegan slóða vanefnda á eftir sér, haldið Faxaflóahöfnum volgum í nokkur ár með því að veifa hundruðum atvinnutækifæra framan í viðsemjendur sína á Íslandi.
Ekki er ljóst á hvaða róli vísindasamfélagið var meðan á þessu stóð. Vitað var að um tilraun í framleiðslu sólarkísils var að ræða. Engir aðrir en Silicor Materials sjálft og fulltrúar þess á Íslandi gáfu upplýsingar um framleiðsluferilinn. Engin til þess bær, hlutlaus erlend stofnun virðist hafa verið fengin til að meta möguleika Silicor Materials til að standa undir væntingum, hvorki hvað varðaði framleiðsluna, fjármögnun né orkukaup. Silicor Materials átti sviðið.
Almenningur ber kostnaðinn
Eðli málsins samkvæmt mun almenningur bera kostnað vegna undirbúnings fyrir Silicor Materials á Grundartanga sem og vegna undirbúnings fyrir væntanlega fólksfjölgun vegna iðjuversins í nálægu þéttbýli. Það er ástæða til að óttast að sameignarfélagið Faxaflóahafnir, sem hefur verið blint á að í firðinum býr fólk sem á rétt á hreinu umhverfi eins og aðrir borgarar þessa lands, reyni að krækja í enn eitt mengandi iðjuverið til handa Hvalfirði. Lögmál frumskógarins, þar sem sá sterkari étur þann vanmáttugri, gæti enn um sinn orðið leiðarljós Faxaflóahafna, þrátt fyrir að sameignarfélagið hafi þurft að lúta í gras eftir samskipti sín við Silicor Materials.
Saga Silicor Materials á Íslandi hefði getað orðið lengri og með meira tjóni en orðið er. Gott er að þessu máli er lokið. En vert er að minnast þess að Faxaflóahafnir lögðust gegn því að Silicor þyrfti að sæta mati á umhverfisáhrifum. Svo mikil var trúgirnin og flumbrugangurinn. Eftir er að sjá hvort Faxaflóahafnir muni læra af reynslunni og verða umhverfisvænni framvegis. Félagið þyrfti að einbeita sér að því í alvöru að koma böndum á mengun frá Elkem, Norðuráli og Kratusi sem leigja land Faxaflóahafna á Grundartanga, sem og mengun frá gríðarlegri umferð flutningaskipa um Hvalfjörð. Það myndi bæta ásýnd Reykjavíkurborgar og annarra eigenda Faxaflóahafna.
Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Kúludalsá, Hvalfirði.
Skoðun

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar