
Heppin þjóð
En þótt þingheimur hafi yfirleitt hljómað eins og hann hefði teygað vökva af þeirri gerð sem yljaði mönnum á sveitaböllum, sjálfsupphafinn, málglaður, úr tengslum við raunveruleikann, og í engu skapi til þess að efna loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar, þá voru á því undantekningar. Heilbrigðismálaráðherra var ein þeirra en hann hljómaði að vanda eins og hann væri stóned, skakkur, freðinn eða hvað svo sem menn vilja kalla það ástand sem fólk fer í við neyslu kannabis. Hann var þýðmæltur og talaði fallega um að hann vildi endilega endurreisa heilbrigðiskerfið en það væru bara engir peningar til.
Kannski talar hann svona vegna þess að hann vann lengi við að afgreiða í bókabúð og sá bara hvernig fólk eyðir fé en ekki hvernig það aflar fjár, einn af þeim mönnum sem sjá bara það sem er öðrum megin við sama sem merkið þegar hann horfir á jöfnur. Það hefur nefnilega aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri í samræmi við vilja fólksins í landinu að skattleggja þennan auð til þess að standa straum af kostnaði við gott heilbrigðiskerfi.
En það er ljóst að þegar maður er allt í einu orðinn ráðherra og svífur um í sinnepslitum jakkafötum, á svipinn eins og heimurinn sé búinn til úr bómull, þá hefur maður enga þörf fyrir að standa við loforð sem maður gaf fyrir kosningar og maður hefur fullan rétt á því að segja samfélaginu að þær kröfur sem maður gerði að sínum fyrir kosningar séu óraunhæfar eftir þær. Honum gleymist líka að þegar maður talar, hversu þýðlega sem það er gert, er maður bara að tjá það sem maður veit, en ef maður hlustar gæti maður lært. Ætli tregða hans til þess að hlusta sé vegna þess að hann sé hræddur við að læra eitthvað ljótt? Það er greinilega ein af aðferðunum til þess að takast á við sögur af þjáningu og eymd, sem á rætur sínar í löskuðu heilbrigðiskerfi, að hlusta ekki en horfa dulúðugum augum út í heiminn, skakkur á svip og segja eitthvað fallegt og undurmjúkt.
Það er ljóst á fimm ára áætlun ríkisfjármála sem Alþingi samþykkti á dögunum að ríkisstjórnin ætlar að svíkja flest ef ekki allt sem þjóðin á skilið, bað um og var lofað fyrir kosningar. Hún virðist staðráðin í að vinna keppnina um það hvað sé versta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins. Og ég prísa okkur samt sæl þótt undarlegt megi virðast. Þegar bölvunin verður blessun, sem gerist af og til, minnir það mig gjarnan á sögu sem ég hef oft sagt af því þegar faðir minn sté út úr bíl við bæ í Suðursveit og hundur rauk á hann og beit hann í hægri fótlegginn. Faðir minn var einfættur og með gervifótlegg úr áli hægra megin þannig að hundgreyið fékk taugaáfall og þaut ýlfrandi frá bænum, niður brekkuna, fyrir fjóshorn og sást ekki aftur í nokkra daga. En faðir minn leit á mig og sagði brosandi út undir eyru: Þarna sérðu, strákur, það er ekki alltaf vont að hafa glatað fæti.
Stjórnarandstaðan á Þingi er sá hundur sem hefur sannfært mig um að núverandi ríkisstjórn sé ekki það versta sem hefði getað komið fyrir okkur. Stjórnarandstaðan er gagnslaus, hugmyndasnauð og málstola. Hvar eru tillögur stjórnarandstöðunnar um endurreisn heilbrigðiskerfisins, til minnkunar á muninum á þeim sem eiga og eiga ekki, að heilbrigðu bankakerfi og til þess að takast á við árekstra hagsmuna samfélagsins og hagsmuna þeirra sem samfélagið hefur kosið til þess að stjórna sér? Hvar er stjórnarandstaðan? Skyldi hún halda að hún sé að ferja okkur inn í betri heim og að leiðin liggi í gegnum Vaðlaheiðargöngin? Það er eins gott fyrir hana að gera sér grein fyrir því að í þá ferð fer hún ein. Það fylgir henni enginn.
Að lokum ráð til lesandans: þegar þú fyllist örvæntingu út af vesöld ríkisstjórnarinnar mundu að þetta hefði getað verið verra.
Við hefðum getað endað með núverandi stjórnarandstöðu í ríkisstjórn og það er staðreynd að þótt ríkisstjórnin sé býsna slöpp er stjórnarandstaðan líklega verri. Þar af leiðandi eigum við kannski að prísa okkur sæl fyrir þann gervifót sem ríkisstjórnin er þótt það þýði að við verðum ein og óstudd að sjá um að veita henni aðhald, stjórnarandstaðan á Þingi leggur þar næstum ekkert af mörkum.
Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Skoðun

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar