Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Norska skipið Seabed Constructor var leigt til leitar að Minden í apríl en var stöðvað af Landhelgisgæslunni. mynd/landhelgisgæslan Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hvorki utanríkisráðuneytið né dómsmálaráðuneytið vilja svara spurningum Fréttablaðsins varðandi fjársjóðsleit breska fyrirtækisins Advanced Marine Services Ltd. í flaki SS Minden sem hvílir á hafsbotni 120 mílur suðaustur af landinu. „Samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna í Stjórnarráði Íslands nr. 15/2017 fer utanríkisráðuneytið ekki með málefni er varða eignarréttindi. Það fellur því ekki í hlut utanríkisráðuneytisins að taka afstöðu til þessa,“ segir í svari við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji vera rétt sem Advanced Marine Services Ltd. heldur fram í starfsleyfisumsókn sinni til Umhverfisstofnunar að enginn sérstakur eigi tilkall til flaks Minden og verðmæta í því. Er þetta einnig svar við þeirri spurningu hvort ráðuneytið telji íslenska ríkið eða einhvern annan tiltekinn aðila eiga tilkall til flaksins og innihalds þess. Utanríkisráðuneytið er einn þeirra aðila sem Umhverfisstofnun leitaði umsagnar hjá vegna umsóknar AMS um leyfi til að skera gat á Minden þar sem það liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi og sækja þangað skáp eða kistu sem fyrirtækið segist telja innihalda verðmæta málma. Í umsögn sinni vísar ráðuneytið til þess að í 9. grein laga um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn Íslands segi að vísindarannsóknar á þeim svæðum séu háðar samþykki stjórnvalda. Sækja ber um leyfi til utanríkisráðuneytisins. „Miðað við þær upplýsingar sem koma fram í umsóknargögnum Advanced Marine Services Limited, og fylgdu erindi Umhverfisstofnunar til ráðuneytisins, telur ráðuneytið að sú framkvæmd sem þar er lýst falli ein og sér ekki undir ákvæði 9. greinar og því þurfi ekki að sækja um leyfi til ráðuneytisins fyrir henni,“ segir utanríkisráðneytið í svarinu til Umhverfisstofnunar. Varðandi fyrrnefndar spurningar Fréttblaðsins og þá hvort einhverjir meinbugir séu á því að Advanced Marine Services Limited fá starfsleyfið segist dómsmálaráðuneytið ekki svara þeim. „Við sjáum ekki að borist hafi ósk frá Umhverfisstofnun um umsögn vegna málsins sem þú spyrð um og ráðuneytið tjáir sig þar af leiðandi ekki um málið,“ er svarið úr dómsmálaráðuneytinu. Starfsleyfisumsókn AMS er enn til athugunar hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02 Fjársjóðskistan í Minden gæti geymt jafnvirði 12 milljarða króna í gulli 15. júlí 2017 15:00 Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sækja um að hefja aftur leit í flaki Minden Í skriflegu svari Umhverfisstofnunar kemur fram að starfsleyfisumsóknin barst stofnuninni 27. apríl síðastliðinn, rétt rúmri viku eftir að Seabed Construct sigldi úr höfn. 13. júlí 2017 11:02
Vilja ná í fjársjóðskistu í póstherbergi Minden Félagið Advanced Marine Services vill starfsleyfi til að ná í kassa með góðmálmum sem það kveðst hafa fundið í póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi undan Íslandi. Umhverfisstofnun skoðar málið. 14. júlí 2017 06:15