Áreitni 101 Halldóra Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 08:00 Ég sat með vinkonu minni á kaffihúsi um daginn og við vorum að spjalla. Já, ég veit að þetta er lygileg byrjun á grein en þetta er samt dagsatt. Þar sem við sátum í 101 og drukkum espresso macchiato (allir hættir í latte) þá barst talið að #metoo. Hún sagði: Ég sá á facebook að þú tókst þátt í #metoo. Já svaraði ég að bragði, ég hef orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en ég fæ tölu á komið…var barn, já líklega 6 ára þegar það gerðist í fyrsta skipti (auðvitað var það kynferðislegt ofbeldi en þegar tvær konur sitja á kaffihúsi og tala saman þá þarf ekki endilega að skilgreina allt). En þú hefur þú ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni spyr ég? Neeei, ég hef aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Nú svaraði ég. Hefur aldrei neinn misst stjórn á höndunum í þinni návist? Hefur aldrei neinn dottið á brjóstið á þér? Hefur aldrei neinn þurft að fálma sig áfram í þrengslum þétt upp að þér? Hefur aldrei neinn slöngvað tungunni upp í þig? Hefur aldrei neinn látið kynferðislegar athugsemdir falla sem þig langaði ekki að heyra og sagt svo bara djók eða bara alls ekki neitt því allir eiga jú rétt á því að tjá sig? Hefur aldrei neinum fundist að þú hefðir gott af því að fá einn grjótharðan inn í þig, þú myndir bara slaka á við það? Ég var ekkert æst sko ég var alveg pollróleg og hún líka, þetta var alveg svona næðisstund. Þar sem við sátum í kyrrðinni hvor á móti annarri og ég þuldi þetta upp þá lyftust augnabrúnirnar á vinkonu minni og það kviknaði ljós í augunum og hún fölnaði aðeins. Andskotinn sagði hún, ég sem var að svara Gallup að ég hefði aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Ég verð bara að hringja og leiðrétta þetta sagði hún og hló. Hláturinn var blanda af hlátri þess sem er að uppgötva einhver afar óþægileg sannindi með smá skammti af sjálfshæðni. Jú, sagði hún svo, ég hef lent í öllu þessu sem þú lýsir og svo margoft. Hvað var ég eiginlega að pæla þegar ég svaraði neitandi? Málið er hreinlega að ég er svo samdauna þessu, við erum öll samdauna þessu. Ég er svo vön að vera áreitt, og það er bara einhvern veginn hluti af því að vera kona en það er algjörlega óþolandi, að þurfa alltaf að vera á varðbergi, að þurfa alltaf að vera hrædd þegar ég labba ein heim, að þurfa alltaf að vera tilbúin í að svara á einhvern töff hátt sem segir í raun þegiðu en er samt ekki svo dónalegt að það eyðileggi „vináttuna“ við yfirmanninn, samstarfsmanninn eða mann vinkonunnar. Vinkona mín fattaði strax um hvað þetta snérist, ég þurfti ekkert að stafa það ofan í hana, hún er alveg klár. Auðvitað eigum við ekki að þurfa að láta þetta yfir okkur ganga hélt hún áfram. Ég rétt slapp meira segja einu sinni við nauðgun og það var bara vegna þess að vinkona mín kom aðvífandi og okkur tókst síðan að bjarga okkur á flótta og þegar ég vann á bar þá fór jafn mikill tími í að berja frá mér menn sem þóttust eiga rétt á líkama mínum og í að reiða fram drykki. Í landinu sem er með mesta jafnréttið þá er í íþróttafréttum fjallað um fótbolta og kvennabolta. Í sögubókum er fjallað um nafngreinda karlmenn en nafnlausar konur, í auglýsingum eru líkamar kvenna hafðir upp á punt. Það eru til kallalaunaumslög og kvennalaunaumslög og já það er til Kvennaathvarf á Íslandi því að konur þurfa að flýja barsmíðar með börnin sín og já það dvöldu 79 börn í athvarfinu á síðasta ári. Í 70% útkalla sem félagsráðgjafar þjónustumiðstöðvanna í Reykjavík fara í vegna heimilisofbeldis eru börn á heimilinu. Við þurfum að breyta þessu öllu því ójafnrétti á einu sviði smitar yfir á annað. Ég vona að allir, eins og vinkona mín, sjái ljósið og hafi kjark, greind og vilja til að breyta…og talandi um kjark þá eigum við þessari vakningu, sem við erum núna stödd í, engum meira að þakka en hugrökkum konum sem hafa stigið fram og sagt sannleikann í andstreymi þöggunar. Höfum öll hátt…með þeim.Höfundur er brotaþoli kynferðislegs ofbeldis, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og verkefnisstjóri Saman gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Ég sat með vinkonu minni á kaffihúsi um daginn og við vorum að spjalla. Já, ég veit að þetta er lygileg byrjun á grein en þetta er samt dagsatt. Þar sem við sátum í 101 og drukkum espresso macchiato (allir hættir í latte) þá barst talið að #metoo. Hún sagði: Ég sá á facebook að þú tókst þátt í #metoo. Já svaraði ég að bragði, ég hef orðið fyrir kynferðislegri áreitni oftar en ég fæ tölu á komið…var barn, já líklega 6 ára þegar það gerðist í fyrsta skipti (auðvitað var það kynferðislegt ofbeldi en þegar tvær konur sitja á kaffihúsi og tala saman þá þarf ekki endilega að skilgreina allt). En þú hefur þú ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni spyr ég? Neeei, ég hef aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Nú svaraði ég. Hefur aldrei neinn misst stjórn á höndunum í þinni návist? Hefur aldrei neinn dottið á brjóstið á þér? Hefur aldrei neinn þurft að fálma sig áfram í þrengslum þétt upp að þér? Hefur aldrei neinn slöngvað tungunni upp í þig? Hefur aldrei neinn látið kynferðislegar athugsemdir falla sem þig langaði ekki að heyra og sagt svo bara djók eða bara alls ekki neitt því allir eiga jú rétt á því að tjá sig? Hefur aldrei neinum fundist að þú hefðir gott af því að fá einn grjótharðan inn í þig, þú myndir bara slaka á við það? Ég var ekkert æst sko ég var alveg pollróleg og hún líka, þetta var alveg svona næðisstund. Þar sem við sátum í kyrrðinni hvor á móti annarri og ég þuldi þetta upp þá lyftust augnabrúnirnar á vinkonu minni og það kviknaði ljós í augunum og hún fölnaði aðeins. Andskotinn sagði hún, ég sem var að svara Gallup að ég hefði aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Ég verð bara að hringja og leiðrétta þetta sagði hún og hló. Hláturinn var blanda af hlátri þess sem er að uppgötva einhver afar óþægileg sannindi með smá skammti af sjálfshæðni. Jú, sagði hún svo, ég hef lent í öllu þessu sem þú lýsir og svo margoft. Hvað var ég eiginlega að pæla þegar ég svaraði neitandi? Málið er hreinlega að ég er svo samdauna þessu, við erum öll samdauna þessu. Ég er svo vön að vera áreitt, og það er bara einhvern veginn hluti af því að vera kona en það er algjörlega óþolandi, að þurfa alltaf að vera á varðbergi, að þurfa alltaf að vera hrædd þegar ég labba ein heim, að þurfa alltaf að vera tilbúin í að svara á einhvern töff hátt sem segir í raun þegiðu en er samt ekki svo dónalegt að það eyðileggi „vináttuna“ við yfirmanninn, samstarfsmanninn eða mann vinkonunnar. Vinkona mín fattaði strax um hvað þetta snérist, ég þurfti ekkert að stafa það ofan í hana, hún er alveg klár. Auðvitað eigum við ekki að þurfa að láta þetta yfir okkur ganga hélt hún áfram. Ég rétt slapp meira segja einu sinni við nauðgun og það var bara vegna þess að vinkona mín kom aðvífandi og okkur tókst síðan að bjarga okkur á flótta og þegar ég vann á bar þá fór jafn mikill tími í að berja frá mér menn sem þóttust eiga rétt á líkama mínum og í að reiða fram drykki. Í landinu sem er með mesta jafnréttið þá er í íþróttafréttum fjallað um fótbolta og kvennabolta. Í sögubókum er fjallað um nafngreinda karlmenn en nafnlausar konur, í auglýsingum eru líkamar kvenna hafðir upp á punt. Það eru til kallalaunaumslög og kvennalaunaumslög og já það er til Kvennaathvarf á Íslandi því að konur þurfa að flýja barsmíðar með börnin sín og já það dvöldu 79 börn í athvarfinu á síðasta ári. Í 70% útkalla sem félagsráðgjafar þjónustumiðstöðvanna í Reykjavík fara í vegna heimilisofbeldis eru börn á heimilinu. Við þurfum að breyta þessu öllu því ójafnrétti á einu sviði smitar yfir á annað. Ég vona að allir, eins og vinkona mín, sjái ljósið og hafi kjark, greind og vilja til að breyta…og talandi um kjark þá eigum við þessari vakningu, sem við erum núna stödd í, engum meira að þakka en hugrökkum konum sem hafa stigið fram og sagt sannleikann í andstreymi þöggunar. Höfum öll hátt…með þeim.Höfundur er brotaþoli kynferðislegs ofbeldis, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og verkefnisstjóri Saman gegn ofbeldi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar