Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum Íris Björg Birgisdóttir og Þórleif Guðjónsdóttir skrifar 4. desember 2017 14:41 Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á haustmánuðum hafa miklar sviptingar átt sér stað, ekki bara í íslenskum stjórnmálum heldur heiminum öllum. Fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum hefur brotist fram gegn ægivaldi hefðanna, fengið fjölmiðla og samfélagið allt til að neita að samþykkja það hrópandi óréttlæti sem þolendur kynferðisbrota verða fyrir. Með öllum þeim átakanlegu frásögnum og umfjöllunum hefur samfélagið þurft að horfast í augu við þann veruleika að kynferðisleg áreitni er miklu meiri en samfélagið hefur gert sér grein fyrir. Þöggun þarf að hverfa og alvarleika kynferðisafbrota má aldrei draga í efa. Leynd og skömm þurfa að heyra sögunni til, þau draga úr áhrifamætti forvarnastarfs og standa í vegi fyrir því upplýsta og réttláta samfélagi sem við eigum öll heimtingu á. Til þess að það verði að veruleika þurfum við að horfa inn á við, breyta innviðunum og menningu okkar með forvörnum, fræðslu og þekkingu. Forvarnafræðsla á ekki að vera átaksverkefni sem lýkur, hana verðum við að hugsa til framtíðar. Við sem eldri erum munum þá tíma þegar börnin okkar sátu í bílum án öryggisbeltis. Í dag eru breyttir tímar. Hvað þurfti til? Svarið er fræðsla, fræðsla og aftur fræðsla. Þessi breyting gerðist ekki sjálfkrafa - það þurfti stjórnvöld og samfélagið allt til. Til að stöðva ofbeldi gegn börnum þurfum við að auka vægi forvarnafræðslu í okkar samfélagi. Öll börn eiga rétt á vernd gegn kynferðisofbeldi og hefur Blátt áfram verið leiðandi í forvarnafræðslu fyrir fullorðna í þeirri von að einn daginn verði ekkert barn beitt þessu hræðilega ofbeldi. Forvarnir eiga sér fyrst og fremsta stað í samtölum, því verðum við að tala saman, hvort sem það er á opinberum vettvangi eða á heimilum. Foreldrar vandræðast oft með hvernig það eigi að byrja þessi samtöl og hafa spurt: „Hvernig á ég að ræða þetta við barnið mitt?” Okkar svar er að allar klaufalegustu leiðir foreldra eru betri en engin fræðsla. Foreldrar þurfa að geta sagt typpi, píka, brjóst og rass til að fræða, vernda og kenna börnum sínum að setja mörk. Einungis þá geta foreldrar átt von á því að barnið leiti til þeirra ef eitthvað kemur upp. Staðreyndin er sú að börn munu ekki segja frá ef við fullorðna fólkið erum ekki tilbúin að hlusta og veita stuðning. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig sé hægt að vernda börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. Við þurfum því að beina fræðslunni fyrst og fremst að fullorðnum þar sem það er þeirra að bera ábyrgð á að komið sé í veg fyrir kynferðisofbeldi. Við getum ekki vænst þess að börn komi í veg fyrir það upp á eigin spýtur. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum verður að stoppa og það verður að stoppa það strax.Baráttunni er hvergi nærri lokið. Við þurfum að halda áfram að hafa hátt og viðhalda forvarnar- og fræðslustarfi. Við stólum á alla, mig og þig, saman breytum við heiminum. Við viljum ofbeldið burt.Höfundar eru sérfræðingar Blátt áfram
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar