Ósjálfráðar teikningar sem merki um tilvist Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. janúar 2017 10:00 Sigurður reynir að vinna teikningarnar sínar ósjálfrátt og óvart til að ná fram réttum áhrifum. Vísir/Anton Brink „Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
„Sýningin heitir Salon sem vísar bæði í uppihengistílinn þar sem myndirnar eru hengdar þétt saman og líka vegna þess að þetta gallerí er tengt kaffihúsi. Því ákvað ég að nýta það element í sýningunni og hafa langborð í sýningarsalnum af því að Salon vísar líka í franska merkingu orðsins, en orðið þýðir stofa – þannig að það er tenging þar við staðinn. Þetta eru verk sem ég sýndi á Seyðisfirði, í Skaftfelli, á síðasta ári á sýningu sem heitir Mynd af þér og þetta eru yfir hundrað verk sem eru unnin í silkiþrykk og teikningu með kúlupenna. Litirnir á myndunum ráðast af litnum í kúlupennanum, þessum standard-litum í þessum pennum,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður sem opnar í dag sýningu sína Salon í Galleríi Laugalæk. Sigurður Atli útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands og hélt þaðan í meistaranám í École Supérieure des Beaux-Arts de Marseille árið 2011. Þar rak hann sýningarrýmið Salon du salon og hefur hann síðan þá sýnt hér heima, í Frakklandi og Japan. Fyrir utan að vera að opna sýningu í Galleríi Laugalæk stundar hann kennslu við Listaháskóla Íslands og hefur þar umsjón með prentverkstæði skólans. „Ég er búinn að vera að vinna með ósjálfráða teikningu í nokkur ár – það er teikning sem er gerð í hagnýtum tilgangi frekar en með listrænum ásetningi. Þá er það annaðhvort að prófa pennann til að sjá hvernig blekið flæðir í honum eða prufur. Mínar teikningar eru unnar út frá því, þessum prufum. Ég takmarka mig við það og síðan eru þetta fletir sem eru í stöðluðum stærðum, til dæmis A6, sem er stærðin á blöðum í ritfangabúðum þar sem þú getur prófað pennana. Og síðan er þetta A4 og upp í A3, þessi staðlaða pappírsstærð.“Sigurður Atli hefur safnað prufusíðum úr ritfangabúðum í mörg ár og allsstaðar að úr heiminum.Vísir/Anton BrinkHvaðan kemur hugmyndin um að nota þetta pennakrot? „Það kom út frá bæði leit minni að einhverri hreinni teikningu, teikningu áður en ásetningurinn verður til og síðan líka vegna þess að ég fór að hugsa þetta sem ummerki, eitthvað sem maður skilur eftir sig og er ummerki tilvistar. Það er þessi lína, þegar maður fer að pæla í línunni sjálfri í frummynd sinni – þarna var einhver, þó að hann hafi ekki verið að skilja viljandi eftir sig ummerki þá eru þetta einhvers konar leifar, fótspor og eitthvað sem er ekki álitið gert af listrænum ásetningi. Það er listræn teikning og síðan önnur teikning – síðan er ég að reyna að setja fram þessa aðra teikningu sem listræna teikningu.“Hvernig hefur þú verið að vinna þetta krot ef það er ósjálfrátt? „Ég hef verið að safna þessum teikningum í mörg ár í ritfangabúðum úti um allan heim og það hefur verið einhvers konar rannsóknarvinna fyrir mig þegar ég er á ferðalögum. Það kemur alltaf fyrir þessi sama teikning, um allan heim, þetta er einhvers konar bylgja – þetta er ekki bein lína, heldur bylgjótt lína. Eftir að ég fór að pæla í þessu fór ég að vinna í þessu sjálfur – maður þarf að vera algjörlega óundirbúinn og þetta þarf að koma alveg ósjálfrátt, maður þarf að gera teikninguna án þess að hugsa. Þegar maður skapar list þá dettur maður í ákveðinn hugsunarhátt en þarna má maður alls ekki fara þangað,“ segir Sigurður Atli að lokum. Sýning hans verður opnuð í Galleríi Laugalæk í dag klukkan fimm. Galleríi Laugalækur er hluti af kaffihúsinu Kaffi Laugalæk.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira