Bjarki Már: Get ekki verið ánægður með þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:46 Filip Taleski sækir að Bjarka Má í kvöld. Vísir/Getty Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik fyrir Ísland gegn Makedóníu en það dugði bara til jafnteflis í dag. Úrslitin þýða að Ísland endar í fjórða sæti síns riðils á HM í handbolta og mætir Frökkum í 16-liða úrslitum. „Þetta var algjör rússibani og ég er ótrúlega svekktur. En við erum komnir áfram í 16-liða úrslitin. Mér finnst samt að við hefðum átt að klára þennan leik. Við hættum að sækja og fórum á tempóið þeirra. Þar eru þeir bara betri,“ sagði Bjarki Már sem átti fínan dag í vörninni. Hann segir að takturinn hafi ekki verið nógu góður, hvorki í vörn né sókn. „Ég hefði viljað vinna fleiri bolta, það er alveg klárt. Við náðum einhverjum en ég bara get ekki verið ánægður með þessa niðurstöðu.“ Makedónía spilaði oft með aukamann á línu í kvöld og Bjarki segir að það hafi verið „hrikalega gaman“ að takast á við það. „Þetta eru menn í minni þyngd og það er gaman að taka á þeim. Þeir hentu sér mikið í golfið en það var gaman að slást við þá.“ Hann segist vera ágætlega ánægður með sinn þátt. „Ég á eftir að skoða þetta betur, ég er svolítið hátt uppi og get ekki metið það núna.“ Næst mætir Íslandi liði Frakka í Lille en það verður spilað fyrir troðfullri höll þar. „Það verður bara að gaman að spila gegn besta liði í heimi í fullri höll. Við eigum eftir að njóta þess.“ HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Bjarki Már Gunnarsson átti góðan leik fyrir Ísland gegn Makedóníu en það dugði bara til jafnteflis í dag. Úrslitin þýða að Ísland endar í fjórða sæti síns riðils á HM í handbolta og mætir Frökkum í 16-liða úrslitum. „Þetta var algjör rússibani og ég er ótrúlega svekktur. En við erum komnir áfram í 16-liða úrslitin. Mér finnst samt að við hefðum átt að klára þennan leik. Við hættum að sækja og fórum á tempóið þeirra. Þar eru þeir bara betri,“ sagði Bjarki Már sem átti fínan dag í vörninni. Hann segir að takturinn hafi ekki verið nógu góður, hvorki í vörn né sókn. „Ég hefði viljað vinna fleiri bolta, það er alveg klárt. Við náðum einhverjum en ég bara get ekki verið ánægður með þessa niðurstöðu.“ Makedónía spilaði oft með aukamann á línu í kvöld og Bjarki segir að það hafi verið „hrikalega gaman“ að takast á við það. „Þetta eru menn í minni þyngd og það er gaman að taka á þeim. Þeir hentu sér mikið í golfið en það var gaman að slást við þá.“ Hann segist vera ágætlega ánægður með sinn þátt. „Ég á eftir að skoða þetta betur, ég er svolítið hátt uppi og get ekki metið það núna.“ Næst mætir Íslandi liði Frakka í Lille en það verður spilað fyrir troðfullri höll þar. „Það verður bara að gaman að spila gegn besta liði í heimi í fullri höll. Við eigum eftir að njóta þess.“
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15 Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30 Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24 Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32 Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35 Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. 19. janúar 2017 18:15
Aron Rafn: Þetta var skítt Aron Rafn Eðvarðsson átti fína innkomu í íslenska markið gegn Makedóníu en það dugði ekki til. 19. janúar 2017 18:30
Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir? Landsliðsþjálfarinn fær á baukinn fyrir að taka ekki leikhlé í síðustu sókn íslenska landsliðsins á móti Makedóníu. 19. janúar 2017 18:24
Lino Cervar: Ég er með sterkt hjarta Lino Cervar, þjálfari Makedóníu, var sáttur eftir jafntefli á móti Íslandi í Metz á HM í handbolta í kvöld en stigið tryggði Makedóníu þriðja sætið í riðlinum og forðaði þeim frá því að mæta Frökkum í sextán liða úrslitunum. 19. janúar 2017 18:32
Ísland mætir Frakklandi í Lille | Aðsóknarmet mögulega slegið Leikur í 16-liða úrslitum gegn heimamönnum í Frakklandi á troðfullum velli. 19. janúar 2017 18:35
Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið? Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn. 19. janúar 2017 17:27