Er best að unna máli? Eva María Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir er til. Hún leysir áreiðanlega úr ýmsum vanda sem tengist hárinu á höfði viðskiptavinanna. Nafnið eitt og sér fær þó hugann til að reika frekar og rifja upp hvað var það aftur sem hét höfuðlausn hér í árdaga? Var það hárgreiðsla, brella eða kvæði ort til að bjarga lífi? Hver fann upp orðið? Það skiptir kannski litlu máli en mestu skiptir að orðið er til og það er notað. Hver á orðin og hver á tungumálið sem er samsett úr orðum? Allir sem læra íslensku eignast hlutdeild í tungumálinu og þar með margræðri og stundum misvísandi merkingu orðanna svo langt aftur sem ritheimildir ná til. Orðið höfuðlausn finnst í Ólafs sögu helga sem er varðveitt í handritum allt frá 13. öld. Við vitum því að orðið hefur lifað í að minnsta kosti 800 ár og hugsanlega mun lengur eða frá því að Ólafur helgi var á dögum á 10. öld. Undanfarin misseri hefur vakið athygli þegar fyrirtæki henda gömlum nöfnum á íslensku fyrir ný á ensku. Einnig hefur verið bent á að enskuslettur séu fyrirferðarmeiri í viðtölum í ljósvakamiðlum en nokkru sinni fyrr. Rætt hefur verið um hvort ferðamenn sem hingað koma eigi ekki heimtingu á að heyra íslensku talaða og jafnvel læra að heilsa og þakka fyrir sig á máli innfæddra? Allar þessar vangaveltur snúast um íslenska tungu og eru birtingarmynd þess að fólki er ekki sama um íslenskuna. Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn fyrir 8 árum en hún var samþykkt af Alþingi vorið 2009. Markmiðið með henni er „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“. Í málstefnunni kemur fram að lagalega mætti búa tryggilegar um tunguna. Lög ná hins vegar ekki yfir það hvernig fólk talar og skrifar enda er ekki víst að lagasetning með tilgreindum refsingum eða sektum sé besta leiðin til að tryggja langlífi tungumáls. Hver sem kærir sig um getur slett á ensku, dönsku og öðrum málum án þess að gjalda sérstaklega fyrir það. Við getum skrifað færslur á samfélagsmiðla á því máli sem við kjósum helst. Við getum lesið bækur og horft á myndir frá öðrum málsvæðum alla ævi okkar ef við kjósum. Við getum verðmerkt allar vörur í verslunum á útlensku og boðið góðan dag á hvaða máli sem er án þess að gerast sek um lögbrot. En viljum við nýta valfrelsi okkar til að hundsa og ganga illa um okkar eigið mál, dýrmæti sem hefur lifað á þessu landi í meira en 1000 ár? Í samfélaginu finnast þó nokkrar stofnanir sem bera lagalegar skyldur gagnvart íslenskri tungu og má þar nefna Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sú síðastnefnda hefur á undanförnum misserum opnað bæði Íslenskt orðanet og vefgáttina málið.is, þar sem gagnasöfn og orðabækur um íslenskt mál eru gerð aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mikil notkun þessara vefja sýnir að margir vilja fræðast og fara vel með málið. Á meðan fólk með annað móðurmál en íslensku streymir til landsins, til að læra tungumálið og kynnast þeim fornu bókmenntum sem skrifaðar voru á íslensku standa þeir sem hafa íslensku að móðurmáli frammi fyrir því að taka ákvörðun. Ætlum við að taka afstöðu með tungunni og tala, skrifa og hugsa á íslensku? Ætlum við að láta hana duga til alls eða ætlum við að sleppa því að taka afstöðu og sjá hvað setur? Í afstöðuleysinu er í raun fólgin ákveðin afstaða. Tungumálum verður ekki bjargað með lagasetningu, boðum eða bönnum heldur með því að þau séu notuð reglulega og fólki sé annt um þau. Til þess að svo megi verða þarf hvert og eitt okkar að taka meðvitaða ákvörðun um að nota íslenskuna. Sennilega er í því fólgin höfuð lausn þess að íslenskan dafni áfram í sambýli við önnur tungumál heimsins.Höfundur er kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir er til. Hún leysir áreiðanlega úr ýmsum vanda sem tengist hárinu á höfði viðskiptavinanna. Nafnið eitt og sér fær þó hugann til að reika frekar og rifja upp hvað var það aftur sem hét höfuðlausn hér í árdaga? Var það hárgreiðsla, brella eða kvæði ort til að bjarga lífi? Hver fann upp orðið? Það skiptir kannski litlu máli en mestu skiptir að orðið er til og það er notað. Hver á orðin og hver á tungumálið sem er samsett úr orðum? Allir sem læra íslensku eignast hlutdeild í tungumálinu og þar með margræðri og stundum misvísandi merkingu orðanna svo langt aftur sem ritheimildir ná til. Orðið höfuðlausn finnst í Ólafs sögu helga sem er varðveitt í handritum allt frá 13. öld. Við vitum því að orðið hefur lifað í að minnsta kosti 800 ár og hugsanlega mun lengur eða frá því að Ólafur helgi var á dögum á 10. öld. Undanfarin misseri hefur vakið athygli þegar fyrirtæki henda gömlum nöfnum á íslensku fyrir ný á ensku. Einnig hefur verið bent á að enskuslettur séu fyrirferðarmeiri í viðtölum í ljósvakamiðlum en nokkru sinni fyrr. Rætt hefur verið um hvort ferðamenn sem hingað koma eigi ekki heimtingu á að heyra íslensku talaða og jafnvel læra að heilsa og þakka fyrir sig á máli innfæddra? Allar þessar vangaveltur snúast um íslenska tungu og eru birtingarmynd þess að fólki er ekki sama um íslenskuna. Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn fyrir 8 árum en hún var samþykkt af Alþingi vorið 2009. Markmiðið með henni er „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“. Í málstefnunni kemur fram að lagalega mætti búa tryggilegar um tunguna. Lög ná hins vegar ekki yfir það hvernig fólk talar og skrifar enda er ekki víst að lagasetning með tilgreindum refsingum eða sektum sé besta leiðin til að tryggja langlífi tungumáls. Hver sem kærir sig um getur slett á ensku, dönsku og öðrum málum án þess að gjalda sérstaklega fyrir það. Við getum skrifað færslur á samfélagsmiðla á því máli sem við kjósum helst. Við getum lesið bækur og horft á myndir frá öðrum málsvæðum alla ævi okkar ef við kjósum. Við getum verðmerkt allar vörur í verslunum á útlensku og boðið góðan dag á hvaða máli sem er án þess að gerast sek um lögbrot. En viljum við nýta valfrelsi okkar til að hundsa og ganga illa um okkar eigið mál, dýrmæti sem hefur lifað á þessu landi í meira en 1000 ár? Í samfélaginu finnast þó nokkrar stofnanir sem bera lagalegar skyldur gagnvart íslenskri tungu og má þar nefna Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sú síðastnefnda hefur á undanförnum misserum opnað bæði Íslenskt orðanet og vefgáttina málið.is, þar sem gagnasöfn og orðabækur um íslenskt mál eru gerð aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mikil notkun þessara vefja sýnir að margir vilja fræðast og fara vel með málið. Á meðan fólk með annað móðurmál en íslensku streymir til landsins, til að læra tungumálið og kynnast þeim fornu bókmenntum sem skrifaðar voru á íslensku standa þeir sem hafa íslensku að móðurmáli frammi fyrir því að taka ákvörðun. Ætlum við að taka afstöðu með tungunni og tala, skrifa og hugsa á íslensku? Ætlum við að láta hana duga til alls eða ætlum við að sleppa því að taka afstöðu og sjá hvað setur? Í afstöðuleysinu er í raun fólgin ákveðin afstaða. Tungumálum verður ekki bjargað með lagasetningu, boðum eða bönnum heldur með því að þau séu notuð reglulega og fólki sé annt um þau. Til þess að svo megi verða þarf hvert og eitt okkar að taka meðvitaða ákvörðun um að nota íslenskuna. Sennilega er í því fólgin höfuð lausn þess að íslenskan dafni áfram í sambýli við önnur tungumál heimsins.Höfundur er kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun