Er best að unna máli? Eva María Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir er til. Hún leysir áreiðanlega úr ýmsum vanda sem tengist hárinu á höfði viðskiptavinanna. Nafnið eitt og sér fær þó hugann til að reika frekar og rifja upp hvað var það aftur sem hét höfuðlausn hér í árdaga? Var það hárgreiðsla, brella eða kvæði ort til að bjarga lífi? Hver fann upp orðið? Það skiptir kannski litlu máli en mestu skiptir að orðið er til og það er notað. Hver á orðin og hver á tungumálið sem er samsett úr orðum? Allir sem læra íslensku eignast hlutdeild í tungumálinu og þar með margræðri og stundum misvísandi merkingu orðanna svo langt aftur sem ritheimildir ná til. Orðið höfuðlausn finnst í Ólafs sögu helga sem er varðveitt í handritum allt frá 13. öld. Við vitum því að orðið hefur lifað í að minnsta kosti 800 ár og hugsanlega mun lengur eða frá því að Ólafur helgi var á dögum á 10. öld. Undanfarin misseri hefur vakið athygli þegar fyrirtæki henda gömlum nöfnum á íslensku fyrir ný á ensku. Einnig hefur verið bent á að enskuslettur séu fyrirferðarmeiri í viðtölum í ljósvakamiðlum en nokkru sinni fyrr. Rætt hefur verið um hvort ferðamenn sem hingað koma eigi ekki heimtingu á að heyra íslensku talaða og jafnvel læra að heilsa og þakka fyrir sig á máli innfæddra? Allar þessar vangaveltur snúast um íslenska tungu og eru birtingarmynd þess að fólki er ekki sama um íslenskuna. Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn fyrir 8 árum en hún var samþykkt af Alþingi vorið 2009. Markmiðið með henni er „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“. Í málstefnunni kemur fram að lagalega mætti búa tryggilegar um tunguna. Lög ná hins vegar ekki yfir það hvernig fólk talar og skrifar enda er ekki víst að lagasetning með tilgreindum refsingum eða sektum sé besta leiðin til að tryggja langlífi tungumáls. Hver sem kærir sig um getur slett á ensku, dönsku og öðrum málum án þess að gjalda sérstaklega fyrir það. Við getum skrifað færslur á samfélagsmiðla á því máli sem við kjósum helst. Við getum lesið bækur og horft á myndir frá öðrum málsvæðum alla ævi okkar ef við kjósum. Við getum verðmerkt allar vörur í verslunum á útlensku og boðið góðan dag á hvaða máli sem er án þess að gerast sek um lögbrot. En viljum við nýta valfrelsi okkar til að hundsa og ganga illa um okkar eigið mál, dýrmæti sem hefur lifað á þessu landi í meira en 1000 ár? Í samfélaginu finnast þó nokkrar stofnanir sem bera lagalegar skyldur gagnvart íslenskri tungu og má þar nefna Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sú síðastnefnda hefur á undanförnum misserum opnað bæði Íslenskt orðanet og vefgáttina málið.is, þar sem gagnasöfn og orðabækur um íslenskt mál eru gerð aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mikil notkun þessara vefja sýnir að margir vilja fræðast og fara vel með málið. Á meðan fólk með annað móðurmál en íslensku streymir til landsins, til að læra tungumálið og kynnast þeim fornu bókmenntum sem skrifaðar voru á íslensku standa þeir sem hafa íslensku að móðurmáli frammi fyrir því að taka ákvörðun. Ætlum við að taka afstöðu með tungunni og tala, skrifa og hugsa á íslensku? Ætlum við að láta hana duga til alls eða ætlum við að sleppa því að taka afstöðu og sjá hvað setur? Í afstöðuleysinu er í raun fólgin ákveðin afstaða. Tungumálum verður ekki bjargað með lagasetningu, boðum eða bönnum heldur með því að þau séu notuð reglulega og fólki sé annt um þau. Til þess að svo megi verða þarf hvert og eitt okkar að taka meðvitaða ákvörðun um að nota íslenskuna. Sennilega er í því fólgin höfuð lausn þess að íslenskan dafni áfram í sambýli við önnur tungumál heimsins.Höfundur er kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Hárgreiðslustofan Höfuðlausnir er til. Hún leysir áreiðanlega úr ýmsum vanda sem tengist hárinu á höfði viðskiptavinanna. Nafnið eitt og sér fær þó hugann til að reika frekar og rifja upp hvað var það aftur sem hét höfuðlausn hér í árdaga? Var það hárgreiðsla, brella eða kvæði ort til að bjarga lífi? Hver fann upp orðið? Það skiptir kannski litlu máli en mestu skiptir að orðið er til og það er notað. Hver á orðin og hver á tungumálið sem er samsett úr orðum? Allir sem læra íslensku eignast hlutdeild í tungumálinu og þar með margræðri og stundum misvísandi merkingu orðanna svo langt aftur sem ritheimildir ná til. Orðið höfuðlausn finnst í Ólafs sögu helga sem er varðveitt í handritum allt frá 13. öld. Við vitum því að orðið hefur lifað í að minnsta kosti 800 ár og hugsanlega mun lengur eða frá því að Ólafur helgi var á dögum á 10. öld. Undanfarin misseri hefur vakið athygli þegar fyrirtæki henda gömlum nöfnum á íslensku fyrir ný á ensku. Einnig hefur verið bent á að enskuslettur séu fyrirferðarmeiri í viðtölum í ljósvakamiðlum en nokkru sinni fyrr. Rætt hefur verið um hvort ferðamenn sem hingað koma eigi ekki heimtingu á að heyra íslensku talaða og jafnvel læra að heilsa og þakka fyrir sig á máli innfæddra? Allar þessar vangaveltur snúast um íslenska tungu og eru birtingarmynd þess að fólki er ekki sama um íslenskuna. Íslendingar eignuðust opinbera málstefnu í fyrsta sinn fyrir 8 árum en hún var samþykkt af Alþingi vorið 2009. Markmiðið með henni er „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“. Í málstefnunni kemur fram að lagalega mætti búa tryggilegar um tunguna. Lög ná hins vegar ekki yfir það hvernig fólk talar og skrifar enda er ekki víst að lagasetning með tilgreindum refsingum eða sektum sé besta leiðin til að tryggja langlífi tungumáls. Hver sem kærir sig um getur slett á ensku, dönsku og öðrum málum án þess að gjalda sérstaklega fyrir það. Við getum skrifað færslur á samfélagsmiðla á því máli sem við kjósum helst. Við getum lesið bækur og horft á myndir frá öðrum málsvæðum alla ævi okkar ef við kjósum. Við getum verðmerkt allar vörur í verslunum á útlensku og boðið góðan dag á hvaða máli sem er án þess að gerast sek um lögbrot. En viljum við nýta valfrelsi okkar til að hundsa og ganga illa um okkar eigið mál, dýrmæti sem hefur lifað á þessu landi í meira en 1000 ár? Í samfélaginu finnast þó nokkrar stofnanir sem bera lagalegar skyldur gagnvart íslenskri tungu og má þar nefna Þjóðleikhúsið, Ríkisútvarpið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sú síðastnefnda hefur á undanförnum misserum opnað bæði Íslenskt orðanet og vefgáttina málið.is, þar sem gagnasöfn og orðabækur um íslenskt mál eru gerð aðgengilegri en nokkru sinni fyrr. Mikil notkun þessara vefja sýnir að margir vilja fræðast og fara vel með málið. Á meðan fólk með annað móðurmál en íslensku streymir til landsins, til að læra tungumálið og kynnast þeim fornu bókmenntum sem skrifaðar voru á íslensku standa þeir sem hafa íslensku að móðurmáli frammi fyrir því að taka ákvörðun. Ætlum við að taka afstöðu með tungunni og tala, skrifa og hugsa á íslensku? Ætlum við að láta hana duga til alls eða ætlum við að sleppa því að taka afstöðu og sjá hvað setur? Í afstöðuleysinu er í raun fólgin ákveðin afstaða. Tungumálum verður ekki bjargað með lagasetningu, boðum eða bönnum heldur með því að þau séu notuð reglulega og fólki sé annt um þau. Til þess að svo megi verða þarf hvert og eitt okkar að taka meðvitaða ákvörðun um að nota íslenskuna. Sennilega er í því fólgin höfuð lausn þess að íslenskan dafni áfram í sambýli við önnur tungumál heimsins.Höfundur er kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun