Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 24-31 | Eyjamenn og Mosfellingar höfðu sætaskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. mars 2017 18:00 Theodór Sigurbjörnsson skoraði 12 mörk. Vísir/Ernir ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
ÍBV lyfti sér í þriðja sæti Olís-deildar karla í handbolta með 31-24 sigri á Aftureldingu á útivelli í dag. ÍBV var 14-11 yfir í hálfleik. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Aftureldingu gekk illa að ganga út í skyttur ÍBV og náði sér aldrei á strik í vörninni. Góð innkoma Davíðs Svanssonar í marki Aftureldingar og frábær frammistaða Elvars Ásgeirssonar hélt Aftureldingu inni í leiknum í hálfleik. ÍBV byrjaði seinni hálfleikinn með látum og náði fljótt átta marka forystu. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk en það spilast ekki síður á værukærð Eyjamanna en baráttu heimamanna. Nær komst Afturelding þó ekki. ÍBV jók aftur forskotið vann að lokum sannfærandi sigur. ÍBV lék mjög vel í leiknum í dag. Liðið lék góða vörn, fékk fjölda marka úr hraðaupphlaupum og sóknarleikur liðsins var góður á köflum þó hann eigi nokkuð inni. ÍBV hefur náð í níu stig af tíu eftir hlé á deildinni og er óðfluga að ná sínum mesta styrk. Leikmenn sem hafa átt við meiðsli að stríða líta vel út og verður erfitt við liðið að eiga á lokapsprettinum í deildinni. ÍBV er komið upp í þriðja sæti en Afturelding er fallin niður í það fjórða. Mosfellingar eru með aðeins eitt stig í fimm leikjum eftir áramót og þurfa að leika mikið betur, bæði í vörn og sókn til að hefja stigasöfnun á ný. Theodór: Við erum á réttri leið„Við erum á réttri leið, það er ekki spurning,“ sagði Theodór Sigurbjörnsson sem fór á kostum fyrir ÍBV í dag og skoraði 12 mörk í aðeins 13 skotum. „Við erum að fá menn úr meiðslum. Það tekur tíma að byggja upp leikform en það er allt á réttri leið. Það sýndi sig í dag að við erum að stíga gott skref upp á við.“ ÍBV vann öruggan sigur á Aftureldingu í dag og var Theodór ekki vafa að varnarleikurinn átti stærstan þátt í því. „Virkilega massívur varnarleikur. Byrjunin á seinni hálfleik. Þá fáum við hraðaupphlaup sem hefur vantað að undanförnu en þau komu í dag.“ ÍBV náði átta marka forystu snemma í seinni hálfleik sem liðið missti niður í þrjú mörk áður en liði stakk af á ný. „Þetta gerðist líka á móti Gróttu. Við náum ágætis forskoti en þá kemur milli kafli sem við þurfum aðeins að skoða. Ef við bætum það þá erum við mjög góðir. „Þegar við gerum þetta almennilega erum við mjög erfiðir við að eiga sóknarlega. Við eigum FH á fimmtudaginn heima og við þurfum að gíra okkur vel upp í hann,“ sagði Theodór en ÍBV er þremur stigum á eftir FH og Haukum og toppi deildarinnar. Einar Andri: Við þurfum að spila beturAfturelding var á toppi deildarinnar um áramót en með aðeins eitt stig úr fyrstu fimm leikjunum frá því að deildin hófst að nýju í febrúar er liðið fallið niður í fjórða sætið og þjálfarinn Einar Andri Einarsson hefur eðlilega áhyggjur af því. „Já, maður er alltaf með áhyggjur. Maður er með áhyggjur þegar vel gengur líka. Það er mitt hlutverk,“ sagði Einar Andri. „Við erum með eitt stig í fimm leikjum eftir jól og blessunarlega vorum við búnir að safna svolítið af stigum fyrir jól þannig að heildar myndin er þokkaleg en við þurfum að fara að bæta okkur. Við þurfum að spila betur. Fá meira framlag frá okkar lykilmönnum og njóta þess að spila leikinn aftur.“ Afturelding átti fá svör við ÍBV í dag. Jafnt í vörn og sókn. „Það var mikill hraði í leiknum á köflum í fyrri hálfleik en varnarleikurinn hefur verið okkar styrkur síðustu árin og við erum ekki á þeim stað núna. Það er af ýmsu að taka. „Það þarf að fara að vinna og æfa. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og taka til í hausnum á okkur. Ég sé fullt af leiðum og lausnum,“ sagði Einar Andri en Afturelding er án lykilmanna vegna meiðsla. „Það er óljóst með þá. Það eru misvísandi hvað við heyrum með Birki (Benediktsson). Það er hugsanlega að hann æfi í vikunni. Pétur (Júníusson) fór í speglun á hné og spilar ekkert meira í deildinni en kemur vonandi inn í úrslitakeppnina. Böðvar (Páll Ásgeirsson) er í endurhæfingu og það gengur hægt og rólega. Ég get ekki sagt neina tímasetningu með hann.“ „ÍBV er frábært lið sem er búið að ná vopnum sínum eftir jól. Við þurfum að horfa í það og gera það sama og rífa okkur í gang,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn