Eyjamenn rúlluðu yfir Selfyssinga í gær, 27-36, en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum.
Eyjamenn hafa náð í 15 af þeim 16 stigum sem hafa verið í boði eftir áramót. Ekkert lið í Olís-deildinni hefur náð í fleiri stig á árinu 2017.
ÍBV er ekki bara að vinna leiki, heldur hefur liðið rústað andstæðingum sínum að undanförnu. Eyjaliðið hefur unnið síðustu fjóra leiki sína með samtals 31 marki.
Eyjamenn unnu Aftureldingu með sjö mörkum, FH með níu mörkum, Stjörnuna með sex mörkum og Selfoss með níu mörkum. Þess má geta að ÍBV er eina liðið sem hefur unnið FH eftir áramót.

Með sigri kemst ÍBV upp fyrir Hauka á betri árangri í innbyrðis viðureignum liðanna.
Í síðustu tveimur umferðunum fá Eyjamenn Akureyringa í heimsókn og sækja Valsmenn heim.
Leikir ÍBV eftir áramót (+43):
Afturelding 29-34 ÍBV +5
ÍBV 28-28 Selfoss 0
Fram 25-30 ÍBV +5
ÍBV 32-30 Grótta +2
Afturelding 24-31 ÍBV +7
ÍBV 30-21 FH +9
ÍBV 25-19 Stjarnan +6
Selfoss 27-36 ÍBV +9